Viðskipti innlent

Síminn annast öll fjarskipti Icelandair Group og dótturfélaga

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans og  Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, við undirritun á samningnum.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, við undirritun á samningnum.
Síminn og Icelandair Group hafa undirritað samning þess efnis að Síminn sjái um öll fjarskipti Icelandair Group, Icelandair og dótturfélaga. Samningurinn er gerður til þriggja ára. Í samningnum felst að Síminn veiti félögunum farsíma- og talsímaþjónustu en auk þess þjónustu í gagnatengingum.

Gengið var til samninga við Símann á grundvelli þjónustu og framtíðasýnar þar sem Síminn kemur á móts við þarfir Icelandair Group hf. og dótturfélaga.

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans: "Samningurinn við Icelandair Group hf. er mikill áfangi fyrir Símann því hér er eitt stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins komið í umfangsmikil viðskipti við okkur. Samningurinn er enn ein staðfesting á því að traust íslensk fyrirtæki, sem mynda hornstein íslenskrar atvinnustarfssemi, setja öryggi, reynslu og þekkingu í fyrsta sæti þegar fjarskiptaþjónusta er valin."

Icelandair Group samanstendur af níu dótturfélögum og leggur áherslu á alþjóðlega flugstarfssemi og ferðamál.  Stærsta dótturfélag Icelandair Group er Icelandair, sem einbeitir sér að þeim tækifærum sem felast í hentugri staðsetningu Íslands á heimskortinu og hefur byggt upp alþjóðalegt leiðakerfi með Ísland sem miðpunkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×