Viðskipti innlent

Fimmtíu ný störf gætu skapast á Vestfjörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verið er að undirbúa stofnun nýrrar laxeldisstöðvar í Arnarfirði.
Verið er að undirbúa stofnun nýrrar laxeldisstöðvar í Arnarfirði.
Ráðgert er að tilraunir við laxeldi í Arnarfirði hefjist næsta vor ásamt uppbyggingu á vinnsluhúsnæði og seiðaeldi. Arnarlax ehf. á Bíldudal mun standa fyrir þessum tilraunum en fyrirtækið hefur verið að kanna möguleikana á laxeldi og fullvinnslu afurða í landi síðustu þrjú ár.

Á þessum tíma hefur Arnarlax ehf. hefur staðið fyrir rannsóknum og mælingum í firðinum og gefa þær til kynna að hann sé ákjósanlegur til laxeldis. Þetta hafi verið staðfest af norskum sérfræðingum. Í sambærilegum firði í Noregi séu framleidd 60-70 þúsund tonn af laxi á ári af nokkrum fyrirtækjum.

Arnarlax gerir ráð fyrir að eftir fimm ár verði framleiðslan komin í þrjúþúsund tonn með tilheyrandi fullvinnslu afurða á neytendamarkað. Gert er ráð fyrir að fimmtíu ný störf verði til við þessa uppbyggingu. Áætlanir gera ráð fyrir að heildarkostnaður þessarar uppbyggingar verði um þrír milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×