Treystir því að Páll hafi verið ráðinn á faglegum forsendum Höskuldur Kári Schram skrifar 4. október 2011 12:05 Steingrímur. J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Steingrímur ætlar hins vegar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. Fjórir sóttu um starf forstjóra bankasýslu ríkisins þegar staðan var auglýst til umsóknar í ágústmánuði síðastliðnum. Páll Magnússon var ráðinn í starfið en eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö á sunnudag er Páll með mun minni reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir en hinir umsækjendurnir þrír. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Páll er með BA próf í Guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls í starfið en bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Nú er það þannig að hún er ekkert í mínum höndum. þannig var um málið búið með lögum héðan frá alþingi að bankasýslan starfar alveg sjálfstætt og ráðherra má ekki og á ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur og störf þar, það er á ábyrgð stjórnar og ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að afla gagna og fá upplýsingar um þennan ráðningarferil og þá fara menn bara yfir það en þangað til ég hef aðrar upplýsingar í höndum þá vona ég og treysti að þarna hafi einfaldlega verið staðið faglega að málum," segir Steingrímur. „Þú hlýtur að hafa einhverja persónulega skoðun á þessu. nú sjá margir og halda margir að hér sé á ferðinni einhver bitlingur?" spyr fréttamaður. „Allavega er það ekki til einhvers þekkts félaga í Vinstri grænum. Svo mikið er víst. Ég er ekki að hygla flokksfélaga. Auðvitað er veruleikinn sá að ég kom ekki nálægt þessu. Ég hafði engin afskipti af þessu og frétti af þessu eins og hverjir aðrir og þannig á að það að vera samkvæmt lögunum," svarar Steingrímur. Steingrímur ætlar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. „Eins og gjarnar gerist þá fáum við upplýsingar um það hvernig málum miðar hjá bankasýslunni eins og fleiri stofnunum sem heyra undir ráðuneytið þó að hún sé sjálfstæð og við höfum ekki afskipti af henni," segir Steingrímur að lokum. Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Steingrímur ætlar hins vegar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. Fjórir sóttu um starf forstjóra bankasýslu ríkisins þegar staðan var auglýst til umsóknar í ágústmánuði síðastliðnum. Páll Magnússon var ráðinn í starfið en eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö á sunnudag er Páll með mun minni reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir en hinir umsækjendurnir þrír. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Páll er með BA próf í Guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls í starfið en bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Nú er það þannig að hún er ekkert í mínum höndum. þannig var um málið búið með lögum héðan frá alþingi að bankasýslan starfar alveg sjálfstætt og ráðherra má ekki og á ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur og störf þar, það er á ábyrgð stjórnar og ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að afla gagna og fá upplýsingar um þennan ráðningarferil og þá fara menn bara yfir það en þangað til ég hef aðrar upplýsingar í höndum þá vona ég og treysti að þarna hafi einfaldlega verið staðið faglega að málum," segir Steingrímur. „Þú hlýtur að hafa einhverja persónulega skoðun á þessu. nú sjá margir og halda margir að hér sé á ferðinni einhver bitlingur?" spyr fréttamaður. „Allavega er það ekki til einhvers þekkts félaga í Vinstri grænum. Svo mikið er víst. Ég er ekki að hygla flokksfélaga. Auðvitað er veruleikinn sá að ég kom ekki nálægt þessu. Ég hafði engin afskipti af þessu og frétti af þessu eins og hverjir aðrir og þannig á að það að vera samkvæmt lögunum," svarar Steingrímur. Steingrímur ætlar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. „Eins og gjarnar gerist þá fáum við upplýsingar um það hvernig málum miðar hjá bankasýslunni eins og fleiri stofnunum sem heyra undir ráðuneytið þó að hún sé sjálfstæð og við höfum ekki afskipti af henni," segir Steingrímur að lokum.
Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Sjá meira