Treystir því að Páll hafi verið ráðinn á faglegum forsendum Höskuldur Kári Schram skrifar 4. október 2011 12:05 Steingrímur. J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Steingrímur ætlar hins vegar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. Fjórir sóttu um starf forstjóra bankasýslu ríkisins þegar staðan var auglýst til umsóknar í ágústmánuði síðastliðnum. Páll Magnússon var ráðinn í starfið en eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö á sunnudag er Páll með mun minni reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir en hinir umsækjendurnir þrír. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Páll er með BA próf í Guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls í starfið en bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Nú er það þannig að hún er ekkert í mínum höndum. þannig var um málið búið með lögum héðan frá alþingi að bankasýslan starfar alveg sjálfstætt og ráðherra má ekki og á ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur og störf þar, það er á ábyrgð stjórnar og ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að afla gagna og fá upplýsingar um þennan ráðningarferil og þá fara menn bara yfir það en þangað til ég hef aðrar upplýsingar í höndum þá vona ég og treysti að þarna hafi einfaldlega verið staðið faglega að málum," segir Steingrímur. „Þú hlýtur að hafa einhverja persónulega skoðun á þessu. nú sjá margir og halda margir að hér sé á ferðinni einhver bitlingur?" spyr fréttamaður. „Allavega er það ekki til einhvers þekkts félaga í Vinstri grænum. Svo mikið er víst. Ég er ekki að hygla flokksfélaga. Auðvitað er veruleikinn sá að ég kom ekki nálægt þessu. Ég hafði engin afskipti af þessu og frétti af þessu eins og hverjir aðrir og þannig á að það að vera samkvæmt lögunum," svarar Steingrímur. Steingrímur ætlar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. „Eins og gjarnar gerist þá fáum við upplýsingar um það hvernig málum miðar hjá bankasýslunni eins og fleiri stofnunum sem heyra undir ráðuneytið þó að hún sé sjálfstæð og við höfum ekki afskipti af henni," segir Steingrímur að lokum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Steingrímur ætlar hins vegar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. Fjórir sóttu um starf forstjóra bankasýslu ríkisins þegar staðan var auglýst til umsóknar í ágústmánuði síðastliðnum. Páll Magnússon var ráðinn í starfið en eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö á sunnudag er Páll með mun minni reynslu af störfum fyrir fjármálastofnanir en hinir umsækjendurnir þrír. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Páll er með BA próf í Guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist treysta því að faglega hafi verið staðið að ráðningu Páls í starfið en bankasýsla ríkisins heyrir undir fjármálaráðuneytið. „Nú er það þannig að hún er ekkert í mínum höndum. þannig var um málið búið með lögum héðan frá alþingi að bankasýslan starfar alveg sjálfstætt og ráðherra má ekki og á ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur og störf þar, það er á ábyrgð stjórnar og ég geri ráð fyrir því að það sé hægt að afla gagna og fá upplýsingar um þennan ráðningarferil og þá fara menn bara yfir það en þangað til ég hef aðrar upplýsingar í höndum þá vona ég og treysti að þarna hafi einfaldlega verið staðið faglega að málum," segir Steingrímur. „Þú hlýtur að hafa einhverja persónulega skoðun á þessu. nú sjá margir og halda margir að hér sé á ferðinni einhver bitlingur?" spyr fréttamaður. „Allavega er það ekki til einhvers þekkts félaga í Vinstri grænum. Svo mikið er víst. Ég er ekki að hygla flokksfélaga. Auðvitað er veruleikinn sá að ég kom ekki nálægt þessu. Ég hafði engin afskipti af þessu og frétti af þessu eins og hverjir aðrir og þannig á að það að vera samkvæmt lögunum," svarar Steingrímur. Steingrímur ætlar að óska eftir upplýsingum um ráðningarferlið. „Eins og gjarnar gerist þá fáum við upplýsingar um það hvernig málum miðar hjá bankasýslunni eins og fleiri stofnunum sem heyra undir ráðuneytið þó að hún sé sjálfstæð og við höfum ekki afskipti af henni," segir Steingrímur að lokum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira