Vildi reka lykilstarfsmenn og ráða starfsfólk nátengt sér 29. september 2011 22:47 Skarphéðinn Berg Steinarsson. „Ég kannast ekki við samstarfsörðugleika," svarar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarmaður hjá Iceland Express. Hann segir að þeir hafi rætt hugmyndir og áherslur sem Birgir Jónsson hafði í huga með fyrirtækið á fundi í London í vikunni. Að sögn Skarphéðins var samhljómur í þeim. Birgir sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld þar sem hann sagði ekki vera grundvöll fyrir samstarfi á milli hans og stjórnenda félagsins. „En það sem okkur greindi á voru skipulagsbreytingar á félaginu sem hann vildi koma í gagnið um mánaðamótin," segir Skarphéðinn og bætir við: „Sem var að segja upp lykilstarfsmönnum en sumir þeirra hafa starfað hjá félaginu frá upphafi, aðrir í langan tíma. Í stað þeirra vildi hann ráða fólk sér nátengt." Birgir hætti sem forstjóri aðeins tíu dögum eftir að hann tók við starfinu. Hann sendi Skarphéðni bréfið í morgun. Skarphéðinn segist hafa beðið Birgi um að bíða með að senda bréfið á fjölmiðla svo fyrirtækið hefði ráðrúm til þess að takast á við höggið. „En hann gat ekki beðið eftir því," segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort það sé einhver staðgengill forstjóra eða ný forstjóri hafi þegar verið ráðinn svarar Skarphéðinn því til að svo sé ekki. „En það er margt gott starfsfólk hjá fyrirtækinu sem mun sjá til þess að allt gangi eins og áður," segir Skarphéðinn að lokum.Í formlegri yfirlýsingu sem stjórnin sendi síðan frá sér í kvöld segir: ,,Í yfirlýsingu sem Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Iceland Express sendi til fjölmiðla nú undir kvöld tilkynnti hann um starfslok sín sem forstjóri félagsins. Ástæðuna nefnir Birgir vera þá að hann hafi ekki fengið það frelsi til að stýra rekstri félagsins, sem honum hafi verið lofað í upphafi. Af þessu tilefni er rétt að fram komi: Þegar Birgir tók við sem forstjóri félagsins varð að samkomulagi að hann myndi stýra daglegum rekstri þess eins og almennt gildir um forstjóra fyrirtækja. Fyrr í þessari viku kom hann hins vegar með hugmyndir sem fólu það í sér að hreinsa út hluta af yfirstjórn félagsins, og ráða í hans stað fólk sér nákomið. Stjórn félagsins féllst ekki á þetta. Í kjölfar þess sagði Birgir upp störfum nú í morgun. Í samkomulagi við Birgi fólst ekki að honum yrði afhent eigendavald yfir félaginu. Það hvernig Birgir ákveður síðan að tilkynna um starfslok sín einhliða og án samráðs við stjórn félagsins, eftir að hann hafði staðfest skriflega fyrr í dag að reynt yrði að hafa samráð um það og ekkert færi frá honum fyrr en á sunnudag segir meira en mörg orð. Stjórn Iceland Express lýsir yfir undrun sinni á því hvernig mál hafa þróast sérstaklega miðað við hvernig Birgir kynnti hugmyndir sínar í upphafi ráðningar um framtíð félagsins." Tengdar fréttir Birgir hættur eftir tíu daga starf Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. 29. september 2011 22:27 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
„Ég kannast ekki við samstarfsörðugleika," svarar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarmaður hjá Iceland Express. Hann segir að þeir hafi rætt hugmyndir og áherslur sem Birgir Jónsson hafði í huga með fyrirtækið á fundi í London í vikunni. Að sögn Skarphéðins var samhljómur í þeim. Birgir sendi frá sér tilkynningu nú í kvöld þar sem hann sagði ekki vera grundvöll fyrir samstarfi á milli hans og stjórnenda félagsins. „En það sem okkur greindi á voru skipulagsbreytingar á félaginu sem hann vildi koma í gagnið um mánaðamótin," segir Skarphéðinn og bætir við: „Sem var að segja upp lykilstarfsmönnum en sumir þeirra hafa starfað hjá félaginu frá upphafi, aðrir í langan tíma. Í stað þeirra vildi hann ráða fólk sér nátengt." Birgir hætti sem forstjóri aðeins tíu dögum eftir að hann tók við starfinu. Hann sendi Skarphéðni bréfið í morgun. Skarphéðinn segist hafa beðið Birgi um að bíða með að senda bréfið á fjölmiðla svo fyrirtækið hefði ráðrúm til þess að takast á við höggið. „En hann gat ekki beðið eftir því," segir Skarphéðinn. Aðspurður hvort það sé einhver staðgengill forstjóra eða ný forstjóri hafi þegar verið ráðinn svarar Skarphéðinn því til að svo sé ekki. „En það er margt gott starfsfólk hjá fyrirtækinu sem mun sjá til þess að allt gangi eins og áður," segir Skarphéðinn að lokum.Í formlegri yfirlýsingu sem stjórnin sendi síðan frá sér í kvöld segir: ,,Í yfirlýsingu sem Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Iceland Express sendi til fjölmiðla nú undir kvöld tilkynnti hann um starfslok sín sem forstjóri félagsins. Ástæðuna nefnir Birgir vera þá að hann hafi ekki fengið það frelsi til að stýra rekstri félagsins, sem honum hafi verið lofað í upphafi. Af þessu tilefni er rétt að fram komi: Þegar Birgir tók við sem forstjóri félagsins varð að samkomulagi að hann myndi stýra daglegum rekstri þess eins og almennt gildir um forstjóra fyrirtækja. Fyrr í þessari viku kom hann hins vegar með hugmyndir sem fólu það í sér að hreinsa út hluta af yfirstjórn félagsins, og ráða í hans stað fólk sér nákomið. Stjórn félagsins féllst ekki á þetta. Í kjölfar þess sagði Birgir upp störfum nú í morgun. Í samkomulagi við Birgi fólst ekki að honum yrði afhent eigendavald yfir félaginu. Það hvernig Birgir ákveður síðan að tilkynna um starfslok sín einhliða og án samráðs við stjórn félagsins, eftir að hann hafði staðfest skriflega fyrr í dag að reynt yrði að hafa samráð um það og ekkert færi frá honum fyrr en á sunnudag segir meira en mörg orð. Stjórn Iceland Express lýsir yfir undrun sinni á því hvernig mál hafa þróast sérstaklega miðað við hvernig Birgir kynnti hugmyndir sínar í upphafi ráðningar um framtíð félagsins."
Tengdar fréttir Birgir hættur eftir tíu daga starf Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. 29. september 2011 22:27 Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Birgir hættur eftir tíu daga starf Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express er hættur störfum eftir aðeins tíu daga starf. Í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum segir hann að ástæðan sé sú að fyrirtækið hefði ekki komið til móts við hann um það samstarf sem hann vænti, sem hann segir að hafi verið háð ströngum skilyrðum. 29. september 2011 22:27