J.B. Holmes á leiðinni í heilaskurðaðgerð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2011 22:00 Holmes slær úr glompu. Nordic Photos/AFP Bandaríski kylfingurinn J.B. Holmes gengst í næstu viku undir heilaskurðaðgerð. Holmes var nýlega greindur með „Chiari malformation", sem er galli í þeim stöðvum heilans sem stýra jafnvægisskyni. Holmes hefur liðið afar illa undanfarna mánuði. Ógleði, svimi, höfuðverkur, sjóntruflanir og slæmt jafnvægisskyn eru meðal þeirra fylgikvilla sem hann hefur fundið fyrir. Holmes er létt að búið sé að greina hvað sé að hjá honum. „Það er léttir að vita að það sé til heiti á því sem ég hef glímt við undanfarna mánuði og að ég eigi góðan möguleika á að snú aftur í golfið og lifa eðlilegu lífi," sagði Holmes. Holmes gengst undir aðgerðina á hinu fræga John Hopkins sjúkrahúsi í Baltimore í næstu viku. Það er ekki að heyra á Holmes að hann kvíði aðgerðinni. „Ég veit að fólk fær alls konar myndir í hausinn þegar það heyrir minnst á heilaskurðaðgerð. En aðgerðinni fylgir lítil áhætta og hún tekur aðeins eina og hálfa klukkustund," sagði Holmes. Holmes, sem er afar högglangur kylfingur, hefur spilað á PGA-mótaröðinni frá árinu 2003 og verið meðal tíu efstu í fimm mótum á þessu ári. Heildartekjur hans á árinu eru 1.4 milljónir dollara eða sem nemur um 160 milljónum íslenskra króna. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn J.B. Holmes gengst í næstu viku undir heilaskurðaðgerð. Holmes var nýlega greindur með „Chiari malformation", sem er galli í þeim stöðvum heilans sem stýra jafnvægisskyni. Holmes hefur liðið afar illa undanfarna mánuði. Ógleði, svimi, höfuðverkur, sjóntruflanir og slæmt jafnvægisskyn eru meðal þeirra fylgikvilla sem hann hefur fundið fyrir. Holmes er létt að búið sé að greina hvað sé að hjá honum. „Það er léttir að vita að það sé til heiti á því sem ég hef glímt við undanfarna mánuði og að ég eigi góðan möguleika á að snú aftur í golfið og lifa eðlilegu lífi," sagði Holmes. Holmes gengst undir aðgerðina á hinu fræga John Hopkins sjúkrahúsi í Baltimore í næstu viku. Það er ekki að heyra á Holmes að hann kvíði aðgerðinni. „Ég veit að fólk fær alls konar myndir í hausinn þegar það heyrir minnst á heilaskurðaðgerð. En aðgerðinni fylgir lítil áhætta og hún tekur aðeins eina og hálfa klukkustund," sagði Holmes. Holmes, sem er afar högglangur kylfingur, hefur spilað á PGA-mótaröðinni frá árinu 2003 og verið meðal tíu efstu í fimm mótum á þessu ári. Heildartekjur hans á árinu eru 1.4 milljónir dollara eða sem nemur um 160 milljónum íslenskra króna.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira