Tungufljót í Biskupstungum opnað í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2011 17:52 Frá fossinum Faxa í Tungufljóti Mynd: Baldur Bragason Tungufljót opnaði í morgun og er bara bísna líflegt uppfrá, menn eru aðalega að setja í fisk og missa en það er mjög hvast og leiðindaveður þessa stundina. Félagarnir voru búnir að missa 5 laxa það sem af er að degi 2 í Faxa, 2 á fossbrotinu og 1 lax austan megin í Gljúfrinu. það verður spennandi að heyra í mönnum eftir seinni vaktina í dag hvort menn geti ekki látið laxinn tolla á stönginni. Vel gekk í Tungufljóti í fyrra og má reikna með svipuðu ári núna, en það verður þó betra fyrir þá sem veiða því nú verður ekki veitt á móti þeim sem hafa keypt sín veiðileyfi. Menn lentu í því í fyrra að fá fólk frá ábúendum jarðar ofan í veiðistaðina sem spúnaði við lappirnar á þeim. Það mál hefur verið til lykta leitt og má sjá frétt af því hér í eldri fréttunum á Veiðivísi. Stangveiði Mest lesið Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fyrstu laxarnir komnir úr Soginu Veiði
Tungufljót opnaði í morgun og er bara bísna líflegt uppfrá, menn eru aðalega að setja í fisk og missa en það er mjög hvast og leiðindaveður þessa stundina. Félagarnir voru búnir að missa 5 laxa það sem af er að degi 2 í Faxa, 2 á fossbrotinu og 1 lax austan megin í Gljúfrinu. það verður spennandi að heyra í mönnum eftir seinni vaktina í dag hvort menn geti ekki látið laxinn tolla á stönginni. Vel gekk í Tungufljóti í fyrra og má reikna með svipuðu ári núna, en það verður þó betra fyrir þá sem veiða því nú verður ekki veitt á móti þeim sem hafa keypt sín veiðileyfi. Menn lentu í því í fyrra að fá fólk frá ábúendum jarðar ofan í veiðistaðina sem spúnaði við lappirnar á þeim. Það mál hefur verið til lykta leitt og má sjá frétt af því hér í eldri fréttunum á Veiðivísi.
Stangveiði Mest lesið Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fyrstu laxarnir komnir úr Soginu Veiði