Fluguveiði ekki bara karlasport Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2011 13:08 Sigurbjörg Jóhanna með fallegar bleikjur úr Þingvallavatni Mynd af www.veidikortid.is Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu. Fyrir þá sem vilja ná tökum á veiði í Þingvallavatni, þá er rétt að benda á að þann 17. júlí nk. stendur Veiðikortið fyrir námskeiði á Þingvöllum í samstarfi við Veiðiheim og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Námskeiðið verður kynnt betur seinna í dag eða um helgina og því gott að benda vinum og kunningjum á að fylgjast vel með um helgina því það verður takmarkaður fjöldi þátttakenda. Eftir námskeiðið verða kennarar Veiðiheims fram eftir degi að aðstoða veiðimenn meðan þeir eru að komast af stað. Meira á www.veidikortid.is Stangveiði Mest lesið Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Flottir fiskar í Norðlingafljóti Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Hrútafjarðará: Viðsnúningur í kjölfar rigninga Veiði Veiðitímabilið loksins byrjað Veiði Veiðiferð með Veiðivísi í Ytri Rangá Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Veiði
Það er alltaf gaman að fá skemmtilegar veiðimyndir. Sigurbjörg Jóhanna er greinilega komin með lag á að veiða Þingvallableikjuna, en hún tók þessar tvær fallegu bleikjur þar þann 5. júlí s.l. í 17° hita kl. 8 um morguninn. Það er fátt sem toppar fallegan morgunn á Þingvöllum þegar bleikjan er á svæðinu. Fyrir þá sem vilja ná tökum á veiði í Þingvallavatni, þá er rétt að benda á að þann 17. júlí nk. stendur Veiðikortið fyrir námskeiði á Þingvöllum í samstarfi við Veiðiheim og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Námskeiðið verður kynnt betur seinna í dag eða um helgina og því gott að benda vinum og kunningjum á að fylgjast vel með um helgina því það verður takmarkaður fjöldi þátttakenda. Eftir námskeiðið verða kennarar Veiðiheims fram eftir degi að aðstoða veiðimenn meðan þeir eru að komast af stað. Meira á www.veidikortid.is
Stangveiði Mest lesið Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Flottir fiskar í Norðlingafljóti Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Hrútafjarðará: Viðsnúningur í kjölfar rigninga Veiði Veiðitímabilið loksins byrjað Veiði Veiðiferð með Veiðivísi í Ytri Rangá Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Veiði