Ótrúlegur nítján marka sigur á Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2011 15:12 Mynd/Valli Ísland er komið með annan fótinn í úrslitakeppni HM í Brasilíu eftir glæsilegan sigur á Úkraínu, 37-18, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í keppninni. Fylgst var með leiknum á Vísi og viðtöl eru handan við hornið.Leik lokið: Ísland - Úkraína 37-18 Stórsigur Íslands staðreynd 37-18. Þvík frammistaða, vafalítið sú besta sem kvennalandsliðið hefur sýnt. Völtuðu yfir stöllur sínar frá Úkraínu.17.55: Lokatölur. 37 -18. Þvílík frammistaða hjá íslenska liðinu.17.49: 34-17 og fimm mínútur eftir. Munurinn eykst jafnt og þétt. Mjög jákvætt.17.45: Sautján marka munur, 33-16. Karen Knútsdóttir með glæsilegt skot og Ásta með mark úr hröðu upphlaupi. Úkraínsku stelpurnar í bullandi veseni í sóknini enda vörnin íslenska ógurleg.17.42: 30-15 þegar tíu mínútur eru eftir. Hver haldiði að hafi skorað fyrir Úkraínu? Komin með tólf mörk. Rakel Dögg komin með sjö mörk fyrir Ísland.17.39: 28-14. Ásta Gunnarsdóttir stal boltanum og skoraði úr hraðupphlaupi en stórskyttan úkraínska svaraði. En viti menn, Hrafnhildur kemur okkur í 28-14. 17.32: Leikurinn stöðvaður vegna meiðsla Stellu Sigurðardóttur. Nítján mínútur til leiksloka og þrettán marka forskot 26-13. Ísland með boltann.17.30: 25-13 og Ísland með boltann. Rakel Dögg með tvö mörk í röð fyrir Ísland.17.27: 23-11. Pidpalova er komin aftur inná og komin í níu mörk. Hlýtur að vera eitthvað tæp fyrst hún var tekin út af í fyrri hálfleik.17.22: 20-10 þegar 5 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Fín byrjun á síðari hálfleik.17.19: Síðari hálfleikurinn hafinn og Ísland sækir.HálfleikurÓtrúlegum fyrri hálfleik lokið og Ísland með tíu marka forskot 18-8. Sóknarleikurinn hefur verið glimrandi, boltinn gengið hratt á milli og stelpurnar áræðnar í aðgerðum sínum. Tvær brottvísanir seint í hálfleiknum gerðu þeim aðeins erfitt fyrir í sókninni en ekki í vörninni. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig síðustu 15 mínúturnar í hálfleiknum. Guðrún Jenný Ásmundsdóttir hefur farið á kostum í markinu og varið fjórtán skot, sum með miklum tilþrifum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er markahæst með sjö mörk og Rakel Dögg Bragadóttir kemur næst með þrjú. Það eru jákvæðar fréttir fyrir íslenska liðið að mikill pirringur virðist vera hjá úkraínska liðinu. Stórskyttan Pidpalova hefur setið á bekknum í langan tíma sem er óskiljanlegt í ljósi þess að hún hefur skorað sex af átta mörkum liðsins. Við vonum að íslensku stelpurnar haldi uppteknum hætti í síðari hálfleik því eins og staðan er núna eiga þær úkraínsku engin svör.17.08. 18-8. Anna Úrsúla, hver önnur skorar af línunni 10 sekúndum fyrir hálfleik.17.06: 17-8 og hálf mínúta eftir þegar Ágúst Jóhannsson tekur leikhlé. Nú á væntanlega að stilla upp fyrir eitt lokaskot.17.00: 17-8. Lítið að gerast í sóknarleiknum hjá Íslandi og höndin komin upp. Þá stilla þær upp fyrir Önnu Úrsúlu sem límir boltann í hornið. Anna komin með sex mörk. Þvílík frammistaða hjá Íslandi í fyrri hálfleik!16.58: 16-7. Það mætti halda að Ísland hefði tekið leikhlé í stöðunni 11-7. Stelpurnar manni færri eftir að Stella var rekin út af í 2 mínútur. Fyrsta brottvísunin í leiknum. 16.54: Íslensku stelpurnar að valta yfir þær úkraínsku. Staðan er 14-7 og markaskorun að dreifast vel. Úkraínska stórskyttan er komin á bekkinn eftir að Jenný varði frá henni tvisvar í röð. 16.49: Karen Knútsdóttir kemur Íslandi í 11-7 eftir fallega sókn og úkraínski þjálfarinn tekur leikhlé. Flott byrjun hjá íslenska liðinu. Eru með frábæra skotnýtingu það sem af er leik og Jenný verið sjóðheit í markinu. Nú þurfa þær að ganga betur út í Pidpalovu í vörninni. Gott flæði hjá Ágústi þjálfara á leikmönnum. Karen Knúts leysir Rakel Dögg af í sókninni sem stendur og gerir það vel.16.46: 10-6 fyrir Ísland. Sóknarleikur úkraínska liðsins gengur út á að stilla upp fyrir vinstri skyttuna Pidpalovu. Hún er komin með 5 af sex mörkum Úkraínu, 16.44: 7-4 fyrir Ísland. Brynja Magnúsdóttir var að brenna af víti en í kjölfarið dæmdur ruðningur á Úkraínu. Anna Úrsúla komin með þrjú mörk.16.38: 5-3 fyrir Ísland. Rakel Dögg og Hrafnhildur komnar á blað. Íslenska liðið spilar 6-0 vörn sem er að ganga ágætlega. Jenný komin með 7 skot á fyrstu átta mínútunum.16.33: Ísland komið í 3-1. Tvö mörk í röð frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Vörnin að spila vel og Jenný heit í markinu. Meira svona. 16.31: Ísland komið 1-0 yfir eftir hraðupphlaupsmark Þóreyjar Rósu. Jenný fer á kostum í markinu. Hefur varið fjögur skot. 16.30: Leikurinn hefst og það er úkraínska liðið sem byrjar með boltann.16.28: Þá er búið að spila þjóðsöngvanna og allt til reiðu fyrir leikinn.16.25: Áhorfendur mættu vera fleiri hér í Vodafone-höllinni. Markmið HSÍ var að fá 2000 manns á völlinn en eins og staðan er núna virðist það mjög fjarlægt markmið. Reyndar eru Íslendingar þekktir fyrir allt annað en stundvísi og vonandi rætist úr.16.15: Nú er stundarfjórðungur í að leikur Íslands og Úkraínu hefjist hér í Vodafone-höllinni. Leikmenn beggja liða á fullu í upphitun sem og dómararnir sem koma frá Serbíu. Dómararnir, þær Maric Branka og Masic Zorica, skarta vel aflituðu hári í stíl við Einar Jónsson aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Ísland er komið með annan fótinn í úrslitakeppni HM í Brasilíu eftir glæsilegan sigur á Úkraínu, 37-18, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í keppninni. Fylgst var með leiknum á Vísi og viðtöl eru handan við hornið.Leik lokið: Ísland - Úkraína 37-18 Stórsigur Íslands staðreynd 37-18. Þvík frammistaða, vafalítið sú besta sem kvennalandsliðið hefur sýnt. Völtuðu yfir stöllur sínar frá Úkraínu.17.55: Lokatölur. 37 -18. Þvílík frammistaða hjá íslenska liðinu.17.49: 34-17 og fimm mínútur eftir. Munurinn eykst jafnt og þétt. Mjög jákvætt.17.45: Sautján marka munur, 33-16. Karen Knútsdóttir með glæsilegt skot og Ásta með mark úr hröðu upphlaupi. Úkraínsku stelpurnar í bullandi veseni í sóknini enda vörnin íslenska ógurleg.17.42: 30-15 þegar tíu mínútur eru eftir. Hver haldiði að hafi skorað fyrir Úkraínu? Komin með tólf mörk. Rakel Dögg komin með sjö mörk fyrir Ísland.17.39: 28-14. Ásta Gunnarsdóttir stal boltanum og skoraði úr hraðupphlaupi en stórskyttan úkraínska svaraði. En viti menn, Hrafnhildur kemur okkur í 28-14. 17.32: Leikurinn stöðvaður vegna meiðsla Stellu Sigurðardóttur. Nítján mínútur til leiksloka og þrettán marka forskot 26-13. Ísland með boltann.17.30: 25-13 og Ísland með boltann. Rakel Dögg með tvö mörk í röð fyrir Ísland.17.27: 23-11. Pidpalova er komin aftur inná og komin í níu mörk. Hlýtur að vera eitthvað tæp fyrst hún var tekin út af í fyrri hálfleik.17.22: 20-10 þegar 5 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Fín byrjun á síðari hálfleik.17.19: Síðari hálfleikurinn hafinn og Ísland sækir.HálfleikurÓtrúlegum fyrri hálfleik lokið og Ísland með tíu marka forskot 18-8. Sóknarleikurinn hefur verið glimrandi, boltinn gengið hratt á milli og stelpurnar áræðnar í aðgerðum sínum. Tvær brottvísanir seint í hálfleiknum gerðu þeim aðeins erfitt fyrir í sókninni en ekki í vörninni. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig síðustu 15 mínúturnar í hálfleiknum. Guðrún Jenný Ásmundsdóttir hefur farið á kostum í markinu og varið fjórtán skot, sum með miklum tilþrifum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er markahæst með sjö mörk og Rakel Dögg Bragadóttir kemur næst með þrjú. Það eru jákvæðar fréttir fyrir íslenska liðið að mikill pirringur virðist vera hjá úkraínska liðinu. Stórskyttan Pidpalova hefur setið á bekknum í langan tíma sem er óskiljanlegt í ljósi þess að hún hefur skorað sex af átta mörkum liðsins. Við vonum að íslensku stelpurnar haldi uppteknum hætti í síðari hálfleik því eins og staðan er núna eiga þær úkraínsku engin svör.17.08. 18-8. Anna Úrsúla, hver önnur skorar af línunni 10 sekúndum fyrir hálfleik.17.06: 17-8 og hálf mínúta eftir þegar Ágúst Jóhannsson tekur leikhlé. Nú á væntanlega að stilla upp fyrir eitt lokaskot.17.00: 17-8. Lítið að gerast í sóknarleiknum hjá Íslandi og höndin komin upp. Þá stilla þær upp fyrir Önnu Úrsúlu sem límir boltann í hornið. Anna komin með sex mörk. Þvílík frammistaða hjá Íslandi í fyrri hálfleik!16.58: 16-7. Það mætti halda að Ísland hefði tekið leikhlé í stöðunni 11-7. Stelpurnar manni færri eftir að Stella var rekin út af í 2 mínútur. Fyrsta brottvísunin í leiknum. 16.54: Íslensku stelpurnar að valta yfir þær úkraínsku. Staðan er 14-7 og markaskorun að dreifast vel. Úkraínska stórskyttan er komin á bekkinn eftir að Jenný varði frá henni tvisvar í röð. 16.49: Karen Knútsdóttir kemur Íslandi í 11-7 eftir fallega sókn og úkraínski þjálfarinn tekur leikhlé. Flott byrjun hjá íslenska liðinu. Eru með frábæra skotnýtingu það sem af er leik og Jenný verið sjóðheit í markinu. Nú þurfa þær að ganga betur út í Pidpalovu í vörninni. Gott flæði hjá Ágústi þjálfara á leikmönnum. Karen Knúts leysir Rakel Dögg af í sókninni sem stendur og gerir það vel.16.46: 10-6 fyrir Ísland. Sóknarleikur úkraínska liðsins gengur út á að stilla upp fyrir vinstri skyttuna Pidpalovu. Hún er komin með 5 af sex mörkum Úkraínu, 16.44: 7-4 fyrir Ísland. Brynja Magnúsdóttir var að brenna af víti en í kjölfarið dæmdur ruðningur á Úkraínu. Anna Úrsúla komin með þrjú mörk.16.38: 5-3 fyrir Ísland. Rakel Dögg og Hrafnhildur komnar á blað. Íslenska liðið spilar 6-0 vörn sem er að ganga ágætlega. Jenný komin með 7 skot á fyrstu átta mínútunum.16.33: Ísland komið í 3-1. Tvö mörk í röð frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Vörnin að spila vel og Jenný heit í markinu. Meira svona. 16.31: Ísland komið 1-0 yfir eftir hraðupphlaupsmark Þóreyjar Rósu. Jenný fer á kostum í markinu. Hefur varið fjögur skot. 16.30: Leikurinn hefst og það er úkraínska liðið sem byrjar með boltann.16.28: Þá er búið að spila þjóðsöngvanna og allt til reiðu fyrir leikinn.16.25: Áhorfendur mættu vera fleiri hér í Vodafone-höllinni. Markmið HSÍ var að fá 2000 manns á völlinn en eins og staðan er núna virðist það mjög fjarlægt markmið. Reyndar eru Íslendingar þekktir fyrir allt annað en stundvísi og vonandi rætist úr.16.15: Nú er stundarfjórðungur í að leikur Íslands og Úkraínu hefjist hér í Vodafone-höllinni. Leikmenn beggja liða á fullu í upphitun sem og dómararnir sem koma frá Serbíu. Dómararnir, þær Maric Branka og Masic Zorica, skarta vel aflituðu hári í stíl við Einar Jónsson aðstoðarþjálfara íslenska liðsins.
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira