Handbolti

Hüttenberg í þýsku úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Gylfason í leik með Minden.
Gylfi Gylfason í leik með Minden. Nordic Photos / Bongarts
Hüttenberg komst í dag í þýsku úrvalsdeildina í handbolta þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Minden, 29-25.

Liðin tvö mættust einnig fyrir rúmri viku síðan og vann þá Hüttenberg ellefu marka sigur. Liðið mátti því við tapinu í dag.

Hüttenberg lék síðast í þýsku úrvalsdeildinni árið 1985 og tekur sæti DHC Rheinland í deildinni sem var dæmt niður vegna fjárhagsörðugleika.

Gylfi Gylfason er á mála hjá Minden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×