Ágúst: Megum ekki missa okkur á algjört flug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2011 19:44 Ágúst fer yfir málin í leikhléi í dag. Mynd/Daníel Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember. Íslenski handboltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Ágúst Jóhannsson þjálfari íslenska landsliðsins var í skýjunum eftir nítján marka sigur íslenska kvennalandsliðsins í dag. Hann átti ekki von á jafnstórum sigri og raunin varð. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli, frábært.“ Íslenska liðið náði tökum á leiknum strax í byrjun og jók forskotið út leikinn. „Það var það sem við töluðum um inni í hálfleik. Ekki að halda einhverju heldur bæta við hægt og rólega. Mér finnst stelpurnar í góðu formi, betra en því úkraínsku.“ Kvennalandsliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár. Ágúst segir að mikil vinna sé þar að baki. „Númer eitt tvö og þrjú er þetta vinna félaganna, þeirra sem hafa þjálfað þær þar og í yngri landsliðunum síðastliðin ár. Þetta er alls ekki mín vinna, bara leikmenn sem hafa fengið góðan grunn. Frábært að sjá framfarirnar hjá okkur. Þjóðin er að verða sterkari í kvennaboltanum.“ Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 25 skot. „Jenný stóð sig frábærlega og vörnin var frábær. Jenný varði hrikalega góða bolta. Hópurinn er mjög samheldinn og það kemur maður í manns stað eins og sannaðist í dag.“ Nítján marka sigur er frábært veganesti fyrir síðari leik þjóðanna í Úkraínu um næstu helgi. Ágúst segir íslenska liðið þurfa að klára síðari leikinn. „Ég er kannski ekki alveg kominn svo langt að pæla í því. Auðvitað þurfum við að halda áfram okkar vinnu og vera einbeitt á okkur. Við erum auðvitað með góða stöðu, það væri fáránlegt að segja annað en að sama skapi þurfum við að halda okkur á jörðinni og klára leikinn úti með sæmd. Ekki missa okkur á algjört flug.“ Leikurinn var fyrri viðureign liðsins gegn því úkraínska í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu í desember.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira