Þórey Rósa: Samheldinn hópur í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 11:00 Þórey Rósa er hér lengst til vinstri. Með henni á myndinni eru Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir. Mynd/Valli Þórey Rósa Stefánsdóttir er nú aftur komin í íslenska landsliðið í handbolta eftir nokkra fjarveru. Reyndar hefur hún ekkert spilað síðan hún byrjaði að spila á meginlandi Evrópu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún var fyrst í Hollandi í eitt og hálft ár en hefur leikið með þýska liðinu Oldenburg síðan í febrúar. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér," sagði hún í samtali við Vísi en Ísland mætir í dag sterku liði Svíþjóðar í æfingaleik í Vodafone-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 16.00. „Oldenburg er með mjög gott lið sem hefur verið að berjast um meistaratitilinn í Þýskalandi auk þess sem að það hefur náð góðum árangri í Evrópukeppninni." „Mér gekk nokkuð erfiðlega fyrst um sinn að fá að spila en það gekk betur eftir því sem leið á leiktíðina. Mér tókst svo að skora einhver mörk og fannst mér nýta þær mínútur sem ég fékk mjög vel." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti í desember síðastliðnum en Þórey Rósa missti af því. „Ég er núna búin að bíða eftir þessu tækifæri í tvö ár og var ákveðin í því að standa mig þegar ég það kæmi. Ég komst núna í gegnum niðurskurðinn og er ánægð með það." „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þannig á það að vera. Mér líst rosalega vel á hópinn - hann er mjög samheldinn og góður. Ég er spennt fyrir þessum leikjum sem eru fram undan. Þetta verður vissulega erfitt en á góðum degi getum við vel staðið í þessum sterku liðum." Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira
Þórey Rósa Stefánsdóttir er nú aftur komin í íslenska landsliðið í handbolta eftir nokkra fjarveru. Reyndar hefur hún ekkert spilað síðan hún byrjaði að spila á meginlandi Evrópu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún var fyrst í Hollandi í eitt og hálft ár en hefur leikið með þýska liðinu Oldenburg síðan í febrúar. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér," sagði hún í samtali við Vísi en Ísland mætir í dag sterku liði Svíþjóðar í æfingaleik í Vodafone-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 16.00. „Oldenburg er með mjög gott lið sem hefur verið að berjast um meistaratitilinn í Þýskalandi auk þess sem að það hefur náð góðum árangri í Evrópukeppninni." „Mér gekk nokkuð erfiðlega fyrst um sinn að fá að spila en það gekk betur eftir því sem leið á leiktíðina. Mér tókst svo að skora einhver mörk og fannst mér nýta þær mínútur sem ég fékk mjög vel." Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti í desember síðastliðnum en Þórey Rósa missti af því. „Ég er núna búin að bíða eftir þessu tækifæri í tvö ár og var ákveðin í því að standa mig þegar ég það kæmi. Ég komst núna í gegnum niðurskurðinn og er ánægð með það." „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þannig á það að vera. Mér líst rosalega vel á hópinn - hann er mjög samheldinn og góður. Ég er spennt fyrir þessum leikjum sem eru fram undan. Þetta verður vissulega erfitt en á góðum degi getum við vel staðið í þessum sterku liðum."
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira