Ágúst: Eigum raunhæfa möguleika á HM-sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2011 13:15 Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Mynd/Valli Ágúst Þór Jóhannsson tók nýverið við þjálfun kvennalandsliðsins í handbolta ásamt Einari Jónssyni. Þeir fá nú það verkefni að koma Íslandi á næsta stórmót sem er HM í Brasilíu. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar liðið komst á EM í Danmörku á síðasta ári. Nú bíða leikir gegn Úkraínu þar sem í húfi er farseðill á HM sem fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi. Ágúst starfar einnig sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Levanger auk þess sem hann starfaði áður sem þjálfari nokkurra íslenskra félagsliða sem og yngri landsliða Íslands. „Það hefur svo sem ekki margt komið mér á óvart fyrstu vikurnar í þessu starfi," sagði Ágúst í samtali við Vísi. „Helst er að umgjörðin í kringum liðið er betri en ég átti von á og er það auðvitað af hinu góða. Það er greinilegt að þessi mál hafa þróast til betri vegar hjá handknattleikssambandinu síðustu árin. Það er til fyrirmyndar." „Það er því gott að starfa með þessum hópi leikmanna auk þess sem að það er gott fólk að vinna í kringum liðið." Ísland mætir sterku liði Svíþjóðar í Vodafone-höllinni bæði í dag og annað kvöld en leikirnir eiga að undirbúa stelpurnar fyrir átökin gegn Úkraínu. „Leikmenn öðluðust dýrmæta reynslu á síðasta EM og liðið er á mjög góðum aldri. Þó svo að úrslit leikjanna á EM hafi ekkert verið frábær fékk liðið ákveðna eldskírn og frammistaða þess að mörgu leyti góð." „Nú er stefnan sett á HM og ljóst að það verður erfitt verkefni að mæta Úkraínu. En við eigum raunhæfan möguleika á að komast áfram og munum leggja allt okkar til að láta þann draum rætast." Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira
Ágúst Þór Jóhannsson tók nýverið við þjálfun kvennalandsliðsins í handbolta ásamt Einari Jónssyni. Þeir fá nú það verkefni að koma Íslandi á næsta stórmót sem er HM í Brasilíu. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar liðið komst á EM í Danmörku á síðasta ári. Nú bíða leikir gegn Úkraínu þar sem í húfi er farseðill á HM sem fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi. Ágúst starfar einnig sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Levanger auk þess sem hann starfaði áður sem þjálfari nokkurra íslenskra félagsliða sem og yngri landsliða Íslands. „Það hefur svo sem ekki margt komið mér á óvart fyrstu vikurnar í þessu starfi," sagði Ágúst í samtali við Vísi. „Helst er að umgjörðin í kringum liðið er betri en ég átti von á og er það auðvitað af hinu góða. Það er greinilegt að þessi mál hafa þróast til betri vegar hjá handknattleikssambandinu síðustu árin. Það er til fyrirmyndar." „Það er því gott að starfa með þessum hópi leikmanna auk þess sem að það er gott fólk að vinna í kringum liðið." Ísland mætir sterku liði Svíþjóðar í Vodafone-höllinni bæði í dag og annað kvöld en leikirnir eiga að undirbúa stelpurnar fyrir átökin gegn Úkraínu. „Leikmenn öðluðust dýrmæta reynslu á síðasta EM og liðið er á mjög góðum aldri. Þó svo að úrslit leikjanna á EM hafi ekkert verið frábær fékk liðið ákveðna eldskírn og frammistaða þess að mörgu leyti góð." „Nú er stefnan sett á HM og ljóst að það verður erfitt verkefni að mæta Úkraínu. En við eigum raunhæfan möguleika á að komast áfram og munum leggja allt okkar til að láta þann draum rætast."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Sjá meira