Viðskipti innlent

Flugfélag Pálma í þrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Astraeus flugfélagið, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar, er komið í slitameðferð. Astraeus sá um flug fyrir Iceland Express en í morgun tilkynntu forsvarsmenn Iceland Express að samið hefði verið við tékkneska flugfélagið CSA Hollidays um flug.

„Við börðumst við að bjarga Astraeus, en umsvif okkar í sumar voru minni en búist var við, samningar fyrir veturinn, og mikil óheppni vegna fjöldra tæknilegra vandamála þýðir að við höfum ekki átt neinna kosta völ en að láta félagið í hendur skiptastjóra," segir Hugh Parry, forstjóri Astraeus, í yfirlýsingu sem send hefur verið út.

Astraeus er að fullu í eigu eignarhaldsfélagsins Fengs, en Pálmi Haraldsson er aðaleigandi þess. Hann er jafnframt aðaleigandi Iceland Express. Þetta er ekki fyrsta flugfélag Pálma sem fer í þrot því danska flugfélagið Sterling var í eigu Pálma þegar það fór í þrot í lok október 2008. Pálmi sagðist þá hafa reynt að gera allt til að bjarga flugfélaginu en verið ofurliði borinn vegna orðspors Íslendinga erlendis.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×