NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 09:07 Ray Allen fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allen setti niður þriggja stiga körfu þegar að ellefu sekúndur voru til leiksloka og kom Boston yfir, 87-85. Reyndust það lokatölur leiksins. New York hafði verið með frumkvæðið nánast allan leikinn en gaf eftir á lokakaflanum. Carmelo Anthony missti boltann í næstsíðustu sókn New York eftir að hafa fengið dæmt á sig sóknarbrot og skot hans geigaði svo á lokasekúndum leiksins. Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Paul Pierce kom næstur með átján. Kevin Garnett var með fimmtán stig og þrettán fráköst. Amar'e Stoudemire átti frábæran leik í liði New York og skoraði 28 stig. Það dugði þó ekki til á endanum. Anthony skoraði samtals fimmtán stig í leiknum. New York varð þar að auki fyrir áfalli í leiknum þar sem að Chauncey Billups fór meiddur af velli í lok fjórða leikhluta. Hann virtist hafa meiðst á hné og óvíst hvort hann nái næsta leik liðanna á aðfaranótt miðvikudags. Oklahoma City vann Denver, 107-103, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Kevin Durant skoraði 41 stig fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook 31. Lokakafli leiksins var dramatískur en miðherjinn Kendrick Perkins skoraði mikilvæga körfu þegar rúm mínúta var til leiksloka og kom Oklahoma City yfir, 102-101. Perkins blakaði boltanum ofan í körfuna en leikmenn Denver vildu meina að um ólöglega körfu hafi verið að ræða. Karfan fékk þó að standa gild. Nene skoraði 22 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari átján. NBA Tengdar fréttir NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Sjá meira
Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allen setti niður þriggja stiga körfu þegar að ellefu sekúndur voru til leiksloka og kom Boston yfir, 87-85. Reyndust það lokatölur leiksins. New York hafði verið með frumkvæðið nánast allan leikinn en gaf eftir á lokakaflanum. Carmelo Anthony missti boltann í næstsíðustu sókn New York eftir að hafa fengið dæmt á sig sóknarbrot og skot hans geigaði svo á lokasekúndum leiksins. Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Paul Pierce kom næstur með átján. Kevin Garnett var með fimmtán stig og þrettán fráköst. Amar'e Stoudemire átti frábæran leik í liði New York og skoraði 28 stig. Það dugði þó ekki til á endanum. Anthony skoraði samtals fimmtán stig í leiknum. New York varð þar að auki fyrir áfalli í leiknum þar sem að Chauncey Billups fór meiddur af velli í lok fjórða leikhluta. Hann virtist hafa meiðst á hné og óvíst hvort hann nái næsta leik liðanna á aðfaranótt miðvikudags. Oklahoma City vann Denver, 107-103, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Kevin Durant skoraði 41 stig fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook 31. Lokakafli leiksins var dramatískur en miðherjinn Kendrick Perkins skoraði mikilvæga körfu þegar rúm mínúta var til leiksloka og kom Oklahoma City yfir, 102-101. Perkins blakaði boltanum ofan í körfuna en leikmenn Denver vildu meina að um ólöglega körfu hafi verið að ræða. Karfan fékk þó að standa gild. Nene skoraði 22 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari átján.
NBA Tengdar fréttir NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Sjá meira
NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36
NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30