Fréttaskýring: Skráning Horns markar tímamót Magnús Halldórsson skrifar 21. nóvember 2011 21:49 Landsbankinn stendur í stórræðum þessa dagana. Hann ætlar að selja tugmilljarða eign sína í gegnum kauphöll. Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu.Eignarhlutir í ýmsum fyrirtækjumHorn er ekki rekstrarfélag heldur fjárfestingafélag, eins og áður segir. Eignir félagsins eru einkum eignarhlutir í félögum, bæði skráðum og óskráðum, í ýmsum rekstri. Í skráðum félögum á Horn 1,9% hlut í Intrum Justita sem skráð er á markað í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Auk þess á félagið 3,9% hlut í Oslo Bors VPS Group en það samanstendur af fjórum fyrirtækjum, þ.e. kauphöll, verðbréfaskráningu, uppgjörsþjónustu og markaðslausnum. Félagið býður upp á markaðstorg fyrir skráningu og viðskipti með verðbréf, skráningu á eignarhaldi og uppgjöri verðbréfa, sem og markaðsgögn og veflausnir. Félagið er í eigu Oslo Bors VPS Holding ASA og viðskipti með það fer fram á opnum tilboðsmarkaði. Óskráðar eignir eru 3,95% hlutur í Eimskip, 13,75% hlutur í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels, og 49,9% hlutur í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða.Miklar tilfæringarNokkrar breytingar hafa verið gerðar á stjórn Horns að undanförnu, eins og greint hefur verið frá á Vísi. Guðrún Ragnarsdóttir sagði sig úr stjórn félagsins samhliða tilnefningu hennar í stjórn Bankasýslu ríkisins og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur einnig sagt sig úr stjórninni með það fyrir augum „að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns." Frans Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fjármála í Landsbankanum er nú eini fulltrúi bankans í stjórn Horns en fjórir eru óháðir. Það eru Ragnhildur Geirsdóttir, Guðrún Björg Birgisdóttir, Hilmar Ágústsson og Sigurbjörn Jón Gunnarsson sem gegnir stjórnarformennsku. Þá hefur Landsbankinn tilnefnt Bergþór Björgvinsson sem varamann í stjórn Horns, að því er greint hefur verið frá á vefsíðu Horns. Undirbúningur að skráningu er langt kominn samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvenær félagið verður skráð á markað. Undirbúningur að skráningu félagsins hefur m.a. falist í tilfærslum á eignum Horns til Landsbankans til að tryggja „gott jafnvægi í eignum félagsins" eins og segir á vef Horns. Meðal þeirra eigna sem seldar hafa verið til Landsbankans að undanförnu eru 29,6% hlutur í fasteignafélaginu Reitum hf. og 13,75% hlutur í Eyri Invest ehf. sem báðar voru seldar til Landsbankans á bókfærðu virði Horns eins og það var þann 30. september síðastliðinn. Þessar tilfærslur hafa engin áhrif á afkomu Horns eða Landsbankans. Horn seldi auk þess 3,8% hlut í Össuri hf. til Landsbankans á dögunum. Ekki hefur verið upplýst um verð í þessum viðskiptum né hvort félagið verður selt allt í einu við skráningu eða að hluta. Aðspurður sagðist Kristján ekki geta svarað því hversu lengi Landsbankinn ætlaði að halda á fyrrnefndum eignum, en bankinn myndi þó selja þær með tímanum, eftir því sem markaðsaðstæður leyfðu.FjársterktHorn var í lok þriðja ársfjórðungs á þess ári, þegar síðustu opinberu upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins voru birtar, afar fjársterkt félag. Það var með ríflega 32 milljarða í eigið fé, þ.e. eignir umfram skuldir. Virði eigna var um 43 milljarðar en skuldir um ellefu milljarðar. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu.Eignarhlutir í ýmsum fyrirtækjumHorn er ekki rekstrarfélag heldur fjárfestingafélag, eins og áður segir. Eignir félagsins eru einkum eignarhlutir í félögum, bæði skráðum og óskráðum, í ýmsum rekstri. Í skráðum félögum á Horn 1,9% hlut í Intrum Justita sem skráð er á markað í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Auk þess á félagið 3,9% hlut í Oslo Bors VPS Group en það samanstendur af fjórum fyrirtækjum, þ.e. kauphöll, verðbréfaskráningu, uppgjörsþjónustu og markaðslausnum. Félagið býður upp á markaðstorg fyrir skráningu og viðskipti með verðbréf, skráningu á eignarhaldi og uppgjöri verðbréfa, sem og markaðsgögn og veflausnir. Félagið er í eigu Oslo Bors VPS Holding ASA og viðskipti með það fer fram á opnum tilboðsmarkaði. Óskráðar eignir eru 3,95% hlutur í Eimskip, 13,75% hlutur í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels, og 49,9% hlutur í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða.Miklar tilfæringarNokkrar breytingar hafa verið gerðar á stjórn Horns að undanförnu, eins og greint hefur verið frá á Vísi. Guðrún Ragnarsdóttir sagði sig úr stjórn félagsins samhliða tilnefningu hennar í stjórn Bankasýslu ríkisins og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur einnig sagt sig úr stjórninni með það fyrir augum „að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns." Frans Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fjármála í Landsbankanum er nú eini fulltrúi bankans í stjórn Horns en fjórir eru óháðir. Það eru Ragnhildur Geirsdóttir, Guðrún Björg Birgisdóttir, Hilmar Ágústsson og Sigurbjörn Jón Gunnarsson sem gegnir stjórnarformennsku. Þá hefur Landsbankinn tilnefnt Bergþór Björgvinsson sem varamann í stjórn Horns, að því er greint hefur verið frá á vefsíðu Horns. Undirbúningur að skráningu er langt kominn samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvenær félagið verður skráð á markað. Undirbúningur að skráningu félagsins hefur m.a. falist í tilfærslum á eignum Horns til Landsbankans til að tryggja „gott jafnvægi í eignum félagsins" eins og segir á vef Horns. Meðal þeirra eigna sem seldar hafa verið til Landsbankans að undanförnu eru 29,6% hlutur í fasteignafélaginu Reitum hf. og 13,75% hlutur í Eyri Invest ehf. sem báðar voru seldar til Landsbankans á bókfærðu virði Horns eins og það var þann 30. september síðastliðinn. Þessar tilfærslur hafa engin áhrif á afkomu Horns eða Landsbankans. Horn seldi auk þess 3,8% hlut í Össuri hf. til Landsbankans á dögunum. Ekki hefur verið upplýst um verð í þessum viðskiptum né hvort félagið verður selt allt í einu við skráningu eða að hluta. Aðspurður sagðist Kristján ekki geta svarað því hversu lengi Landsbankinn ætlaði að halda á fyrrnefndum eignum, en bankinn myndi þó selja þær með tímanum, eftir því sem markaðsaðstæður leyfðu.FjársterktHorn var í lok þriðja ársfjórðungs á þess ári, þegar síðustu opinberu upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins voru birtar, afar fjársterkt félag. Það var með ríflega 32 milljarða í eigið fé, þ.e. eignir umfram skuldir. Virði eigna var um 43 milljarðar en skuldir um ellefu milljarðar.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf