Viðskipti innlent

Heildsöluinnlánin eru forgangskröfur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd úr safni
Heildsöluinnlán í gömlu bönkunum eru innlán og eru þar með forgangskröfur í þrotabú bankanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp úrskurði um þetta í morgun. Slitastjórn gamla Landsbankans hafði þegar viðurkennt heildsöluinnlán sem forgangskröfur í búið.

Dómarnir í morgun þýða að neyðarlögin sem sett voru haustið 2008 standa að mati héraðsdóms.

Í grein í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hefðu heildsöluinnlánin, sem nema um 150 milljörðum króna, ekki talist forgangskröfur hefðu forgangskröfur í bú Landsbankans lækkað úr 1.319 milljörðum króna í 1.169 milljarða króna. Í tilfelli Landsbankans hefði þetta því haft áhrif á eftirstöðvar vegna Icesave.

Í ljósi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er Icesave málið hins vegar óbreytt hvað varðar endurheimtur úr þrotabúi.

Niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað til Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×