Guðjón Valur hefur átt í viðræðum við AG Guðjón Guðmundsson skrifar 22. mars 2011 13:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Valli Guðjón Valur Sigurðrsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen, staðfestir í samtali við Vísi að hann hefði átt í viðræðum við eiganda danska stórliðsins AG um hugsanlegan samning við danska félagið. Guðjón Valur sagði ennfremur að hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi og AG væri ekki eina liðið sem hefði falast eftir hans starfskröftum. Hann hefur hinsvegar ekki enn ákveðið hvar hann myndi leika á næstu leiktíð. „Ég verð auðvitað að skoða þetta tilboð en hinu er ekki að neita að ég hef verið frá vegna meiðsla og þarf væntanlega að fara í ítarlega læknisskoðun ef ég á annað borð færi til Danmerkur," sagði Guðjón Valur sem hefur leikið í tíu ár í Þýskalandi með Essen, Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen. Íþróttadeildin hefur einnig heimildir fyrir því að AG sé þegar búið að ræða við línumanninn Róbert Gunnarsson. Það hefur hinsvegar legið fyrir frá því í haust að Ólafur Stefánsson fari til AG í sumar. Það hefur vakið athygli að eigandi danska liðsins, Jesper Nielsen, nefnir líka til sögunnar Pólverjann Krzysztof Lijewski sem þegar hefur gengið frá samkomulagi við Rhein-Neckar Löwen. Jesper segir einnig að Karol Bielecki, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, sé á leiðinni til AG fyrir næsta tímabil. Þetta allt þykir styrkja þær sögusagnir að danski skartgripasalinn ætli alfarið að setja sitt fjármagn í danska félagið og hætta sem aðalstyrktaraðili Rhein-Neckar Löwen. Auðkýfingurinn greindi líka frá því að blaðamannafundi í Kaupamannhöfn í gær að danska liðið gæti ekki tekið við fleiri styrktaraðilum því það væri einfaldlega uppselt. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðrsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen, staðfestir í samtali við Vísi að hann hefði átt í viðræðum við eiganda danska stórliðsins AG um hugsanlegan samning við danska félagið. Guðjón Valur sagði ennfremur að hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi og AG væri ekki eina liðið sem hefði falast eftir hans starfskröftum. Hann hefur hinsvegar ekki enn ákveðið hvar hann myndi leika á næstu leiktíð. „Ég verð auðvitað að skoða þetta tilboð en hinu er ekki að neita að ég hef verið frá vegna meiðsla og þarf væntanlega að fara í ítarlega læknisskoðun ef ég á annað borð færi til Danmerkur," sagði Guðjón Valur sem hefur leikið í tíu ár í Þýskalandi með Essen, Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen. Íþróttadeildin hefur einnig heimildir fyrir því að AG sé þegar búið að ræða við línumanninn Róbert Gunnarsson. Það hefur hinsvegar legið fyrir frá því í haust að Ólafur Stefánsson fari til AG í sumar. Það hefur vakið athygli að eigandi danska liðsins, Jesper Nielsen, nefnir líka til sögunnar Pólverjann Krzysztof Lijewski sem þegar hefur gengið frá samkomulagi við Rhein-Neckar Löwen. Jesper segir einnig að Karol Bielecki, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, sé á leiðinni til AG fyrir næsta tímabil. Þetta allt þykir styrkja þær sögusagnir að danski skartgripasalinn ætli alfarið að setja sitt fjármagn í danska félagið og hætta sem aðalstyrktaraðili Rhein-Neckar Löwen. Auðkýfingurinn greindi líka frá því að blaðamannafundi í Kaupamannhöfn í gær að danska liðið gæti ekki tekið við fleiri styrktaraðilum því það væri einfaldlega uppselt.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Sjá meira