Algjört hrun hjá strákunum í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2011 14:11 Dominik Klein fagnar í leiknum í dag. Mynd/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28, í undankeppni EM 2012 ytra. Um algjört hrun var að ræða hjá strákunum okkar sem spiluðu svo glimrandi vel í leik þessara sömu liða hér heima á miðvikudaginn. Það var í raun með ólíkindum að fylgjast með strákunum en það gekk ekkert upp. Fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar markvarðar hafði greinilega mikið að segja auk þess sem að Arnór Atlason meiddist í miðjum leik. Þjóðverjar gáfu tóninn strax í upphafi leiksins og skoruðu sex af fyrstu átta mörkum leiksins. Markvarsla og varnarleikur var ekki góður og hann átti ekki eftir að batna mikið. Hreiðar Levý Guðmundsson byrjaði í markinu en Sveinbjörn Pétursson, sem flaug utan í morgun, kom inn á snemma í leiknum og stóð sig ágætlega. Strákarnir náðu í tvígang að minnka muninn í fjögur mörk í fyrri hálfleik og gaf það ákveðin fyrirheit um að þeir ættu meira inni og gætu spilað mun betur. Þjóðverjar gáfu að vísu í undir lok fyrri hálfleiksins og náðu sjö marka forystu áður en flautað var til leikhlés. Staðan þá var 20-13. En vont getur greinilega versnað því síðari hálfleikurinn var mjög dapur. Eftir aðeins ellefu mínútna leik í síðari hálfleik voru Þjóðverjar komnir með ellefu marka forystu, 27-16. Þjóðverjarnir náðu að skora að vild. Varnarleikurinn var lélegur og markvarslan engin og þegar það er ekki í lagi þá gengur lítið annað upp. Að sama skapi átti Silvio Heinevetter stórleik í þýska markinu og varði alls 21 skot, þar af þrjú vítaskot. Það var ekki fyrr en að Þórir Ólafsson fékk að taka vítin að Ísland fór að nýta þau. Hann kom að öðru leyti ekki við sögu í leiknum. Þjóðverjar spiluðu frábæra vörn og sýndu þá grimmd og baráttu sem var ekki til staðar hjá Íslandi. Þeir lærðu greinilega dýrmæta lexíu í leiknum hér heima fyrr í vikunni og náðu að rífa sig upp eftir afar dapra frammistöðu í Laugardalshöllinni. Í raun er ekki hægt að taka neinn út í íslenska landsliðinu sem átti þokkalegan leik. Það var ekkert sem gekk upp og niðurstaðan er einfaldlega sú að þetta voru einhverjar þær döprustu 60 mínútur sem strákarnir okkar hafa spilað á undanförnum árum. Ísland þarf nú að vinna síðustu tvo leiki sína í riðlinum, gegn Lettlandi úti og Austurríki hér heima. Það ræðst af úrslitum í leik Þýskalands og Austurríkis í byrjun júní hvort að fjögur stig til viðbótar muni duga Íslandi til að komast áfram. Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28, í undankeppni EM 2012 ytra. Um algjört hrun var að ræða hjá strákunum okkar sem spiluðu svo glimrandi vel í leik þessara sömu liða hér heima á miðvikudaginn. Það var í raun með ólíkindum að fylgjast með strákunum en það gekk ekkert upp. Fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar markvarðar hafði greinilega mikið að segja auk þess sem að Arnór Atlason meiddist í miðjum leik. Þjóðverjar gáfu tóninn strax í upphafi leiksins og skoruðu sex af fyrstu átta mörkum leiksins. Markvarsla og varnarleikur var ekki góður og hann átti ekki eftir að batna mikið. Hreiðar Levý Guðmundsson byrjaði í markinu en Sveinbjörn Pétursson, sem flaug utan í morgun, kom inn á snemma í leiknum og stóð sig ágætlega. Strákarnir náðu í tvígang að minnka muninn í fjögur mörk í fyrri hálfleik og gaf það ákveðin fyrirheit um að þeir ættu meira inni og gætu spilað mun betur. Þjóðverjar gáfu að vísu í undir lok fyrri hálfleiksins og náðu sjö marka forystu áður en flautað var til leikhlés. Staðan þá var 20-13. En vont getur greinilega versnað því síðari hálfleikurinn var mjög dapur. Eftir aðeins ellefu mínútna leik í síðari hálfleik voru Þjóðverjar komnir með ellefu marka forystu, 27-16. Þjóðverjarnir náðu að skora að vild. Varnarleikurinn var lélegur og markvarslan engin og þegar það er ekki í lagi þá gengur lítið annað upp. Að sama skapi átti Silvio Heinevetter stórleik í þýska markinu og varði alls 21 skot, þar af þrjú vítaskot. Það var ekki fyrr en að Þórir Ólafsson fékk að taka vítin að Ísland fór að nýta þau. Hann kom að öðru leyti ekki við sögu í leiknum. Þjóðverjar spiluðu frábæra vörn og sýndu þá grimmd og baráttu sem var ekki til staðar hjá Íslandi. Þeir lærðu greinilega dýrmæta lexíu í leiknum hér heima fyrr í vikunni og náðu að rífa sig upp eftir afar dapra frammistöðu í Laugardalshöllinni. Í raun er ekki hægt að taka neinn út í íslenska landsliðinu sem átti þokkalegan leik. Það var ekkert sem gekk upp og niðurstaðan er einfaldlega sú að þetta voru einhverjar þær döprustu 60 mínútur sem strákarnir okkar hafa spilað á undanförnum árum. Ísland þarf nú að vinna síðustu tvo leiki sína í riðlinum, gegn Lettlandi úti og Austurríki hér heima. Það ræðst af úrslitum í leik Þýskalands og Austurríkis í byrjun júní hvort að fjögur stig til viðbótar muni duga Íslandi til að komast áfram.
Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira