Algjört hrun hjá strákunum í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2011 14:11 Dominik Klein fagnar í leiknum í dag. Mynd/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28, í undankeppni EM 2012 ytra. Um algjört hrun var að ræða hjá strákunum okkar sem spiluðu svo glimrandi vel í leik þessara sömu liða hér heima á miðvikudaginn. Það var í raun með ólíkindum að fylgjast með strákunum en það gekk ekkert upp. Fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar markvarðar hafði greinilega mikið að segja auk þess sem að Arnór Atlason meiddist í miðjum leik. Þjóðverjar gáfu tóninn strax í upphafi leiksins og skoruðu sex af fyrstu átta mörkum leiksins. Markvarsla og varnarleikur var ekki góður og hann átti ekki eftir að batna mikið. Hreiðar Levý Guðmundsson byrjaði í markinu en Sveinbjörn Pétursson, sem flaug utan í morgun, kom inn á snemma í leiknum og stóð sig ágætlega. Strákarnir náðu í tvígang að minnka muninn í fjögur mörk í fyrri hálfleik og gaf það ákveðin fyrirheit um að þeir ættu meira inni og gætu spilað mun betur. Þjóðverjar gáfu að vísu í undir lok fyrri hálfleiksins og náðu sjö marka forystu áður en flautað var til leikhlés. Staðan þá var 20-13. En vont getur greinilega versnað því síðari hálfleikurinn var mjög dapur. Eftir aðeins ellefu mínútna leik í síðari hálfleik voru Þjóðverjar komnir með ellefu marka forystu, 27-16. Þjóðverjarnir náðu að skora að vild. Varnarleikurinn var lélegur og markvarslan engin og þegar það er ekki í lagi þá gengur lítið annað upp. Að sama skapi átti Silvio Heinevetter stórleik í þýska markinu og varði alls 21 skot, þar af þrjú vítaskot. Það var ekki fyrr en að Þórir Ólafsson fékk að taka vítin að Ísland fór að nýta þau. Hann kom að öðru leyti ekki við sögu í leiknum. Þjóðverjar spiluðu frábæra vörn og sýndu þá grimmd og baráttu sem var ekki til staðar hjá Íslandi. Þeir lærðu greinilega dýrmæta lexíu í leiknum hér heima fyrr í vikunni og náðu að rífa sig upp eftir afar dapra frammistöðu í Laugardalshöllinni. Í raun er ekki hægt að taka neinn út í íslenska landsliðinu sem átti þokkalegan leik. Það var ekkert sem gekk upp og niðurstaðan er einfaldlega sú að þetta voru einhverjar þær döprustu 60 mínútur sem strákarnir okkar hafa spilað á undanförnum árum. Ísland þarf nú að vinna síðustu tvo leiki sína í riðlinum, gegn Lettlandi úti og Austurríki hér heima. Það ræðst af úrslitum í leik Þýskalands og Austurríkis í byrjun júní hvort að fjögur stig til viðbótar muni duga Íslandi til að komast áfram. Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Þýskalandi með ellefu marka mun, 39-28, í undankeppni EM 2012 ytra. Um algjört hrun var að ræða hjá strákunum okkar sem spiluðu svo glimrandi vel í leik þessara sömu liða hér heima á miðvikudaginn. Það var í raun með ólíkindum að fylgjast með strákunum en það gekk ekkert upp. Fjarvera Björgvins Páls Gústavssonar markvarðar hafði greinilega mikið að segja auk þess sem að Arnór Atlason meiddist í miðjum leik. Þjóðverjar gáfu tóninn strax í upphafi leiksins og skoruðu sex af fyrstu átta mörkum leiksins. Markvarsla og varnarleikur var ekki góður og hann átti ekki eftir að batna mikið. Hreiðar Levý Guðmundsson byrjaði í markinu en Sveinbjörn Pétursson, sem flaug utan í morgun, kom inn á snemma í leiknum og stóð sig ágætlega. Strákarnir náðu í tvígang að minnka muninn í fjögur mörk í fyrri hálfleik og gaf það ákveðin fyrirheit um að þeir ættu meira inni og gætu spilað mun betur. Þjóðverjar gáfu að vísu í undir lok fyrri hálfleiksins og náðu sjö marka forystu áður en flautað var til leikhlés. Staðan þá var 20-13. En vont getur greinilega versnað því síðari hálfleikurinn var mjög dapur. Eftir aðeins ellefu mínútna leik í síðari hálfleik voru Þjóðverjar komnir með ellefu marka forystu, 27-16. Þjóðverjarnir náðu að skora að vild. Varnarleikurinn var lélegur og markvarslan engin og þegar það er ekki í lagi þá gengur lítið annað upp. Að sama skapi átti Silvio Heinevetter stórleik í þýska markinu og varði alls 21 skot, þar af þrjú vítaskot. Það var ekki fyrr en að Þórir Ólafsson fékk að taka vítin að Ísland fór að nýta þau. Hann kom að öðru leyti ekki við sögu í leiknum. Þjóðverjar spiluðu frábæra vörn og sýndu þá grimmd og baráttu sem var ekki til staðar hjá Íslandi. Þeir lærðu greinilega dýrmæta lexíu í leiknum hér heima fyrr í vikunni og náðu að rífa sig upp eftir afar dapra frammistöðu í Laugardalshöllinni. Í raun er ekki hægt að taka neinn út í íslenska landsliðinu sem átti þokkalegan leik. Það var ekkert sem gekk upp og niðurstaðan er einfaldlega sú að þetta voru einhverjar þær döprustu 60 mínútur sem strákarnir okkar hafa spilað á undanförnum árum. Ísland þarf nú að vinna síðustu tvo leiki sína í riðlinum, gegn Lettlandi úti og Austurríki hér heima. Það ræðst af úrslitum í leik Þýskalands og Austurríkis í byrjun júní hvort að fjögur stig til viðbótar muni duga Íslandi til að komast áfram.
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira