Viðskipti innlent

Samdráttur í fataverslun

Samdráttur varð í fataverslun í júní miðað við árið í fyrra.
Samdráttur varð í fataverslun í júní miðað við árið í fyrra.
Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3 prósent á föstu verðlagi í júní borið saman við sama mánuð í fyrra. Á sama tímabili dróst fataverslun saman um 6,5 prósent á föstu verðlagi. Verð á dagvöru hefur hækkað um 3,3 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í Smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur einnig fram að velta skóverslunar jókst um 4,7 prósent í júní og velta húsgagnaverslunar um 6,2 prósent. Þá jókst sala á raftækjum um 8,5 prósent og sala áfengis um 1,2 prósent í sama mánuði.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×