Viðskipti innlent

Horfa til viðskipta við gagnaver

Sérstök skip þarf til að leggja sæstrengi, og er stefnt á að strengur Emerald Atlantis verði lagður næsta sumar.
Sérstök skip þarf til að leggja sæstrengi, og er stefnt á að strengur Emerald Atlantis verði lagður næsta sumar.
Undirbúningur að lagningu á nýjum sæstreng til gagnaflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland er hafinn. Leggja á strenginn næsta sumar, en eigendur hans horfa meðal annars til viðskipta við gagnaver hér á landi.

Strengurinn mun liggja frá meginlandi Evrópu til Bretlands, Íslands og loks Norður-Ameríku. Hann verður í eigu fyrirtækisins Emerald Atlantis, sem er að stórum hluta í eigu breska sjóðsins Wellcome Trust.

Lagning strengsins hefur verið þrjú ár í undirbúningi, og eru botnrannsóknir á væntanlegri leið strengsins nú að hefjast, segir Jón Birgir Jónsson, talsmaður Emerald Atlantis á Íslandi. Stefnt er að því að leggja strenginn næsta sumar, og taka hann í notkun síðar á árinu.

Kostnaður mun hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Strengurinn verður fjármagnaður að einum þriðja með eigin fé en að tveimur þriðju með lánum, segir Jón Birgir. Fyrsti áfangi af þremur hefur þegar verið að fullu fjármagnaður.

Nýi strengurinn mun gera Ísland að mun fýsilegri kosti fyrir gagnaver erlendra stórfyrirtækja vegna mikillar afkastagetu og hraða, segir Jón Birgir. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×