Nýtt met hefur verið slegið á hinu árlega uppboði á eBay þar sem boðinn er upp hádegisverður með ofurfjárfestinum Warren Buffett. Hæsta boð er komið í 2 milljónir dollara eða um 230 milljónir kr.
Þetta uppboð hefur verið haldið árlega síðan árið 2000 en þeir peningar sem koma inn fara til góðgerðarsamtaka í San Francisco. Uppboðið hófst í gærdag og stendur út vikuna.
Hingað til hefur Buffett aflað Glide Foundation í San Francisco um 8 milljóna dollara með þessum uppboðum. Susan, eiginkona Buffett, sem dó árið 2004 starfaði sem sjálfboðaliði hjá Glide Foundation en þessi samtök dreifa mat til fátækra.
Sá sem býður hæst í hádegisverðinn með Buffett fær sæti fyrir átta manns, ásamt Buffett, á steikhúsinu Smith&Wollensky í New York.
Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni kemur fram að af þeim tíu manns sem hafa komist í þennan hádegisverð með Buffett hafa sjö óskað nafnleyndar.
Hádegisverður með Buffett kominn í 230 milljónir

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent