Viðskipti innlent

Skýrr samdi við Norðurál

JHH skrifar
Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls og Gestur G. Gestsson forstjóri Skýrr handsala samninginn.
Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls og Gestur G. Gestsson forstjóri Skýrr handsala samninginn.
Norðurál hefur undirritað samning við Skýrr um þróun á nýju skráningar- og áætlunarkerfi fyrir alla framleiðslu  Norðuráls. Skýrr mun afhenda kerfið til Norðuráls haustið 2012.

Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr, segir í tilkynningu að félagið hafi gegnum árin hannað og unnið flókin upplýsingakerfi þar sem reynt hafi á nýjustu tækni og hugvit. Norðurál sé framsækinn notandi upplýsingatækni, sem geri miklar kröfur til sinna birgja. Því sé tilhlökkunarefni að takast á við þetta spennandi þróunarverkefni.

„Við þróun kerfisins nýtir Skýrr sér þekkingu sem byggst hefur upp hjá fyrirtækinu gegnum árin, en það hefur unnið ýmis verkefni á þessu sviði fyrir álver og iðnfyrirtæki," segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×