OECD: Kostnaður við íbúðakaup einna minnstur á Íslandi 25. janúar 2011 09:38 MYND/Vilhelm Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum. Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld. Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda. Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju. OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum. Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld. Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda. Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju. OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira