Handbolti

Carlén líka meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlén í leik með sænska landsliðinu á HM.
Carlén í leik með sænska landsliðinu á HM. Nordic Photos / AFP

Sænska landsliðið á í nokkrum meiðslavandræðum en nú liggur ljóst fyrir að Oscar Carlén muni ekki spila með liðinu gegn Dönum í kvöld.

Skyttan Kim Andersson er þegar úr leik hjá Svíum þar sem hann er með brotinn þumalfingur. Hann spilar ekki meira með á HM í handbolta.

Leikur Svía og Dana í kvöld er þó í raun þýðingarlítill þar sem bæði lið eru örugg áfram í undanúrslitin sem fara fram á föstudag.

„Ég vona að ég verði orðinn klár í slaginn á föstudaginn," sagði Carlén sem getur ekki spilað með í kvöld vegna hnémeiðsla.

Þeir Carlén og Andersson spila sömu stöðu í sænska liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×