Glencore stjórnar stórum hluta af málmviðskiptum heimsins 15. apríl 2011 10:10 Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum. Glencore er aðaleigandi Century Aluminium sem aftur á og rekur Norðurál á Grundartanga. Í frétt um málið í Financial Times segir að öflug markaðsstaða Glencore hafi jafnvel komið reyndustu hrávörumiðlurunum á óvart. Glencore þurfti að gefa upp opinberlega umsvif sín í tengslum við markaðsskráningu félagsins í kauphallirnar í London og Hong Kong. Eins og fram hefur komið í fréttum ætlar Glencore að setja 20% af hlutafé sínu á markað en verðmæti þess er talið nema yfir 11 milljörðum dollara og verðmæti Glencore í heild því talið nema hátt í 60 milljarða dollara. Financial Times segir að um leið og Glencore skráir sig á markaðinn í London komist það inn í úrvalsvísitölu kauphallarinnar, FTSE 100 Index, á fyrsta degi viðskipta. Yrði það í fyrsta skipti í 25 ár sem slíkt gerist og raunar aðeins í þriðja sinn í sögunni. Tengdar fréttir Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum. Glencore er aðaleigandi Century Aluminium sem aftur á og rekur Norðurál á Grundartanga. Í frétt um málið í Financial Times segir að öflug markaðsstaða Glencore hafi jafnvel komið reyndustu hrávörumiðlurunum á óvart. Glencore þurfti að gefa upp opinberlega umsvif sín í tengslum við markaðsskráningu félagsins í kauphallirnar í London og Hong Kong. Eins og fram hefur komið í fréttum ætlar Glencore að setja 20% af hlutafé sínu á markað en verðmæti þess er talið nema yfir 11 milljörðum dollara og verðmæti Glencore í heild því talið nema hátt í 60 milljarða dollara. Financial Times segir að um leið og Glencore skráir sig á markaðinn í London komist það inn í úrvalsvísitölu kauphallarinnar, FTSE 100 Index, á fyrsta degi viðskipta. Yrði það í fyrsta skipti í 25 ár sem slíkt gerist og raunar aðeins í þriðja sinn í sögunni.
Tengdar fréttir Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stærsti eigandi Norðuráls í risavaxinni markaðsskráningu Hrávörurisinn Glencore International, stærsti eigandi Century Aluminium móðurfélags Norðuráls, stefnir að markaðsskráningu í kauphöllina í London. Um yrði að ræða þriðju stærstu markaðsskráningu í sögu Evrópu. 11. apríl 2011 11:05