Handbolti

Íslendingarnir öflugir hjá Emsdetten

Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar
Fannar Friðgeirsson skoraði sjö í kvöld.
Fannar Friðgeirsson skoraði sjö í kvöld.
Patrekur Jóhannesson er að gera góða hluti hjá TV Emsdetten í þýsku B-deildinni þrátt fyrir að hann sé á leið frá félaginu í sumar.

Patrekur er þjálfari Emsdetten sem vann í kvöld góðan útisigur á Minden, 29-27. Minden féll úr þýsku úrvalsdeildinni síðastliðið vor og er í öðru sæti norðurriðils B-deildarinnar með 40 stig.

Emstdetten er nú í fjórða sæti riðilsins með 35 stig en Eintracht Hildesheim er í efsta sæti með 45 stig og stefnir beint upp í úrvalsdeildina.

Hreiðar Levý Guðmundsson var frábær í markinu í kvöld og varði til að mynad fjögur vítaköst. Fannar Friðgeirsson var einnig öflugur og skoraði sjö mörk. Varnartröllið Sigfús Sigurðsson komst einnig og blað og skoraði eitt mark.

Emsdetten á enn möguleika á að ná Minden að stigum í öðru sæti riðilsins og taka þar með þátt í umspili um úrvalsdeildarsætið.

Stigin sem Emsdetten fékk í kvöld voru þó einnig afar mikilvæg í baráttunni um að halda sæti sínu í B-deildinni. Þar sem riðlarnir sameinast í eina deild á næsta ári munu níu neðstu liðin úr hvorum riðli falla um deild. Emsdetten er nú níu stigum frá fallsæti.

Patrekur hefur þegar tilkynnt að hann ætli að flytja aftur heim til Íslands í sumar eftir ársdvöl í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×