Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði Seðlabankans heldur áfram að vaxa

Gjaldeyrisforði Seðlabankans heldur áfram að vaxa en hann nam 576,9 milljarða kr. í lok júlí og hækkaði um 3,8 milljarða kr. milli mánaða. Erlendur gjaldeyrir hækkaði um 5,5 milljarða kr. en aðrar eignir lækkuðu samtals um 1,7 milljarð kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 577,9 milljörðum kr. í lok júlí samanborið við 574,1 milljarða kr. í lok júní. Erlendar skuldir bankans námu 245,3 milljörðum kr. í júní samanborið við 247 milljarða kr. í lok júní.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×