Viðskipti innlent

Gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti

Sindri Sigurgeirsson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Sindri Sigurgeirsson er formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Mynd/GVA
Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda ákvað á fundi á mánudag að nýta heimild sína til að gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti. Verðið gildir fyrir komandi sláturtíð. Verðskráin hækkar um 5% frá fyrra ári sem er nánast það sama og hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum. Verðlagning á kindakjöti er frjáls en Landssamtök sauðfjárbænda hefur heimild í búvörulögum til að gefa út viðmiðunarverð til bænda.

Sölusamdráttur varð á innanlandsmarkaði 2009. Á heildina litið hefur innanlandssala verið með svipuðu móti fyrstu sex mánuði þessa árs, en það sem af er sumri er þó betra en í fyrra. Þá kemur fram í tilkynningunni að vegna stóraukins útflutnings hefur afsetning hinsvegar gengið mun betur en 2009. Stjórn samtakanna telur því svigrúm til að hækka viðmiðunarverðið um sem nemur vísitöluhækkun og örlítið umfram það vegna almennra kostnaðarhækkana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×