FME krefst skýringa á okri í tryggingum 18. október 2010 05:30 Inda Björk Alexandersdóttir Formaður umferðarnefndar Snigla segir eðlilegt að borga á bilinu 80 til 120 þúsund krónur í iðgjöld á ári fyrir bifhjól. Tryggingafélagið Vörður rukkaði viðskiptavin í síðustu viku um 725.396 krónur fyrir tryggingu á bifhjóli. Gjöldin voru endurskoðuð þegar eigandi hjólsins setti sig í samband við félagið sem lækkaði þá iðgjaldið um rúma hálfa milljón króna. „Þegar ég fékk reikninginn í hendurnar stóð ég bara og gapti,“ segir Sigurgrímur Ingi Árnason, eigandi Yamaha-hjólsins sem átti upphaflega að tryggja fyrir 725 þúsund krónur. Sigurgrímur fékk upphæðina lækkaða niður í 197 þúsund krónur eftir að hafa sýnt fram á flekklausan tuttugu ára ökuferil. Steinunn Sigurðardóttir, forstöðumaður vátryggingasviðs Varðar, segir að upphæðir sem þessar komi fram þegar tryggingafélagið hafi engar upplýsingar um viðskiptavini. Vörður hvetji fólk þá hins vegar til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum til þess að kanna möguleika á endurskoðun á iðgjöldum. „Með mótorhjól er það þannig að þegar engin saga er fyrir hendi sendum við út greiðsluseðil með kröfu um staðgreiðslu þar sem iðgjaldið getur verið á þessu bili,“ segir Steinunn. „En við hvetjum þá viðskiptavini til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum með gögnum sem sýna fram á sögu og tjónareynslu. Þá er hægt að endurskoða stöðuna.“ Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá vátryggingasviði Fjármálaeftirlitsins (FME), telur ástæðu til að skoða málið. „Eins og þessu er lýst þá kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Það er tilefni fyrir okkur til þess að leita skýringa hjá viðkomandi félagi og það munum við gera,“ segir hann. Rúnar segir að í lögum um vátryggingar séu ákvæði um að FME hafi eftirlit með iðgjöldum á grundvelli vátrygginga með það fyrir augum að þau séu í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingu felst og eðlilegan rekstrarkostnað. „Við hyggjumst afla okkur frekari upplýsinga,“ segir Rúnar. Inda Björk Alexandersdóttir, formaður umferðarnefndar Snigla og umferðarráðsfulltrúi Umferðarstofu, segir að miðað við upplýsingar bifhjólasamtakanna væri eðlilegt fyrir Sigurgrím að borga á bilinu 80 til 120 þúsund krónur í iðgjöld á ári og að öllu jöfnu ættu þau að lækka eftir fyrsta árið. Tæp 10.000 bifhjól voru skráð á landinu í lok ársins 2009. sunna@frettabladid.is Mest lesið Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Tryggingafélagið Vörður rukkaði viðskiptavin í síðustu viku um 725.396 krónur fyrir tryggingu á bifhjóli. Gjöldin voru endurskoðuð þegar eigandi hjólsins setti sig í samband við félagið sem lækkaði þá iðgjaldið um rúma hálfa milljón króna. „Þegar ég fékk reikninginn í hendurnar stóð ég bara og gapti,“ segir Sigurgrímur Ingi Árnason, eigandi Yamaha-hjólsins sem átti upphaflega að tryggja fyrir 725 þúsund krónur. Sigurgrímur fékk upphæðina lækkaða niður í 197 þúsund krónur eftir að hafa sýnt fram á flekklausan tuttugu ára ökuferil. Steinunn Sigurðardóttir, forstöðumaður vátryggingasviðs Varðar, segir að upphæðir sem þessar komi fram þegar tryggingafélagið hafi engar upplýsingar um viðskiptavini. Vörður hvetji fólk þá hins vegar til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum til þess að kanna möguleika á endurskoðun á iðgjöldum. „Með mótorhjól er það þannig að þegar engin saga er fyrir hendi sendum við út greiðsluseðil með kröfu um staðgreiðslu þar sem iðgjaldið getur verið á þessu bili,“ segir Steinunn. „En við hvetjum þá viðskiptavini til þess að koma og gera grein fyrir sínum málum með gögnum sem sýna fram á sögu og tjónareynslu. Þá er hægt að endurskoða stöðuna.“ Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá vátryggingasviði Fjármálaeftirlitsins (FME), telur ástæðu til að skoða málið. „Eins og þessu er lýst þá kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Það er tilefni fyrir okkur til þess að leita skýringa hjá viðkomandi félagi og það munum við gera,“ segir hann. Rúnar segir að í lögum um vátryggingar séu ákvæði um að FME hafi eftirlit með iðgjöldum á grundvelli vátrygginga með það fyrir augum að þau séu í samræmi við þá áhættu sem í vátryggingu felst og eðlilegan rekstrarkostnað. „Við hyggjumst afla okkur frekari upplýsinga,“ segir Rúnar. Inda Björk Alexandersdóttir, formaður umferðarnefndar Snigla og umferðarráðsfulltrúi Umferðarstofu, segir að miðað við upplýsingar bifhjólasamtakanna væri eðlilegt fyrir Sigurgrím að borga á bilinu 80 til 120 þúsund krónur í iðgjöld á ári og að öllu jöfnu ættu þau að lækka eftir fyrsta árið. Tæp 10.000 bifhjól voru skráð á landinu í lok ársins 2009. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent