Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina 13. desember 2010 09:43 „Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka." Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið. Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Bretar og Hollendingar krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans. Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd. Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota. Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið. „Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri. „Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum. Icesave Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka." Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið. Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Bretar og Hollendingar krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans. Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd. Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota. Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið. „Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri. „Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum.
Icesave Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira