Á heildina litið mældist verðbólgan innan OECD landanna 2,1% að meðaltali í mars. Þetta er nokkur hækkun milli mánaða því meðaltið var 1,9% í febrúar. OECD segir að hækkunin stafi aðallega af hækkunum á orkuverði sem hækkaði um 11,3% miðað við mars á síðasta ári.
Hvað orkuverðið varðar hækkaði það einnig næstmest á Íslandi á þessu tímabili eða um 30,8%. Mesta hækkun á orkuverði var í Grikklandi eða rúm 33%. Í þriðja sæti er síðan Noregur með orkuverðhækkun upp á 25,7%.