Milljarðalán til tónlistarhúss afskrifuð 26. janúar 2010 06:00 Lánsfé til byggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var tryggt í gær. Bankarnir þrír lána tæpa tuttugu milljarða í mesta lagi. Fréttablaðið/GVA Austurhöfn-TR, sem er í um helmingseigu ríkis og Reykjavíkurborgar, keypti átta milljarða króna kröfu gamla Landsbankans á Portus vegna tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík í fyrra með nýjum lánum og veði í þremur byggingareitum á sömu lóð og tónlistarhúsið stendur. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð og er hún sveipuð bankaleynd, að sögn Stefáns Hermannssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnar. Landsbankinn ætlaði að byggja nýjar höfuðstöðvar á tveimur reitanna sunnan Geirsgötu og á þeim þriðja átti að reisa hótel. Fasteignafélagið Nýsir átti fjórða reitinn og tengist hann ekki kröfunum. Ljóst er að ekkert verður úr þeim framkvæmdum. „Við vonumst til að selja reitina þegar markaðurinn réttir úr kútnum,“ segir Stefán og bætir við að kaupverðið, sem rennur til bankans, verði langt frá þeim átta milljörðum sem krafan hljóðaði upp á. Ljóst er því að Portus keypti kröfuna með verulegum afslætti og situr Landsbankinn uppi með tapið. Portus var í eigu gamla Landsbankans og Nýsis. Félagið tók átta milljarða króna lán hjá gamla Landsbankanum vegna framkvæmdanna og lögðu auk þess báðir aðilar einn milljarð króna hvor í verkið. Líkt og kunnugt er fóru bæði Nýsir og gamli Landsbankinn í þrot haustið 2008 og stefndi það byggingarframkvæmdum í hættu. Austurhöfn-TR tók verkið yfir í mars í fyrra. Austurhöfn TR skrifaði í gær undir sambankalán upp á allt að 17,5 milljarða króna sem Arion, Íslandsbanki og Landsbanki veita til byggingar hússins. Forsvarsmenn Austurhafnar segja kostnaðaráætlun hljóða upp á 14,5 milljarða króna miðað við verðlag í október 2008 ásamt verðbótum. Framreiknaður kostnaður fram í júní á næsta ári, þegar taka á húsið í notkun, hljóðar upp á 17,5 milljarða. Lánin eru með veði í framlagi ríkis og borgar upp á rúmar átta hundruð milljónir króna á ári í 35 ár. Framlagið og hluti af leigu sem Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir fyrir aðstöðu í húsinu mun standa undir afborgunum, að sögn Stefáns. „Þetta eru einu lánin sem hvíla á tónlistarhúsinu í dag,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Austurhöfn-TR, sem er í um helmingseigu ríkis og Reykjavíkurborgar, keypti átta milljarða króna kröfu gamla Landsbankans á Portus vegna tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík í fyrra með nýjum lánum og veði í þremur byggingareitum á sömu lóð og tónlistarhúsið stendur. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð og er hún sveipuð bankaleynd, að sögn Stefáns Hermannssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnar. Landsbankinn ætlaði að byggja nýjar höfuðstöðvar á tveimur reitanna sunnan Geirsgötu og á þeim þriðja átti að reisa hótel. Fasteignafélagið Nýsir átti fjórða reitinn og tengist hann ekki kröfunum. Ljóst er að ekkert verður úr þeim framkvæmdum. „Við vonumst til að selja reitina þegar markaðurinn réttir úr kútnum,“ segir Stefán og bætir við að kaupverðið, sem rennur til bankans, verði langt frá þeim átta milljörðum sem krafan hljóðaði upp á. Ljóst er því að Portus keypti kröfuna með verulegum afslætti og situr Landsbankinn uppi með tapið. Portus var í eigu gamla Landsbankans og Nýsis. Félagið tók átta milljarða króna lán hjá gamla Landsbankanum vegna framkvæmdanna og lögðu auk þess báðir aðilar einn milljarð króna hvor í verkið. Líkt og kunnugt er fóru bæði Nýsir og gamli Landsbankinn í þrot haustið 2008 og stefndi það byggingarframkvæmdum í hættu. Austurhöfn-TR tók verkið yfir í mars í fyrra. Austurhöfn TR skrifaði í gær undir sambankalán upp á allt að 17,5 milljarða króna sem Arion, Íslandsbanki og Landsbanki veita til byggingar hússins. Forsvarsmenn Austurhafnar segja kostnaðaráætlun hljóða upp á 14,5 milljarða króna miðað við verðlag í október 2008 ásamt verðbótum. Framreiknaður kostnaður fram í júní á næsta ári, þegar taka á húsið í notkun, hljóðar upp á 17,5 milljarða. Lánin eru með veði í framlagi ríkis og borgar upp á rúmar átta hundruð milljónir króna á ári í 35 ár. Framlagið og hluti af leigu sem Sinfóníuhljómsveit Íslands greiðir fyrir aðstöðu í húsinu mun standa undir afborgunum, að sögn Stefáns. „Þetta eru einu lánin sem hvíla á tónlistarhúsinu í dag,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent