Viðskipti innlent

Hvítflibbabrot grundvöllur kyrrsetninga eigna auðmanna

Mynd/Hörður Sveinsson
Skattrannsóknarstjóri hefur heimild til að kyrrsetja eigur sem hafa verið færðar yfir á maka auðmanna. Hann segir skattabrotin sem eru grundvöllur kyrrsetninganna séu í flestum tilvikum hvítflibbabrot í kringum sýndarviðskipti.

Fjölmargir eignamenn færðu eignir sínar yfir á eiginkonur og aðra fjölskyldumeðlimi eftir bankahrunið. Með því reyndu margir að tryggja að lánadrottnar gætu ekki gengið að eigum þeirra. Þeir sem þetta gerðu eru þó ekki óhultir fari skatturinn á eftir á þeim.

Skattrannsóknarstjóri, sem nýlega fékk heimild til að kyrrsetja eigur þeirra sem sæta skattrannsókn, hefur einnig heimild til að kyrrsetja eigur þeirra aðila sem eru samskattaðir, þar með makar og sambýlisfólk. Þetta þýðir að tilfæringar eigna gagnast ekki þeim sem hugsanlega hafa svikið fé undan skatti.

Nú þegar hefur skattrannsóknarstjóri krafist að eigur tveggja auðmanna verði kyrrsettar vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Mörg slík mál munu fylgja í kjölfarið.

Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri, segir skattabrotin vera margvísleg. Í einföldu máli sé um að ræða hvítflibbabrot og sýndarviðskipti sem byggi á málamyndagjörningum.


Tengdar fréttir

Krefst kyrrsetningar eigna tveggja auðmanna

Skattrannsóknarstjóri hefur krafist kyrrsetninga eigna tveggja auðmanna vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Farið verður fram á tugi kyrrsetninga á næstu vikum, meðal annars á eignum útrásarvíkinganna. Skattrannsóknarstjóri segir bankareikninga hafa verið tæmda fyrir framan nefið á ríkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×