Viðskipti innlent

Stofnandi Össurar hf. selur fyrir 2,1 milljarð í félaginu

Össur Kristinsson stofnandi Össurar hf. hefur selt 2,6% hlut í félaginu fyrir 2,1 milljarða kr. Viðskiptunum var flaggað í Kauphöllinni þar sem hlutur Össurar Kristinssonar fór undir 5% markið við þessi viðskipti.

Hluturinn sem hér um ræðir var í höndum eignarhaldsfélags Össurar Kristinssonar í Lúxemborg en það heitir Mallard Holding s.a.r.l. Um var að ræða 12 milljónir hluta sem seldar voru á 8,4 danskar kr. á hlutinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×