Viðskipti innlent

Starf forstjóra OR auglýst um helgina

Starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður auglýst laust til umsóknar í dagblöðum nú um helgina.

Mikill metnaður er lagður í að ráðningarferlið sé faglegt og mun matsnefnd leggja mat á umsækjendur og gera tillögu til stjórnar. Það er stjórn OR sem ræður forstjóra fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2011.

Núverandi forstjóri OR, Helgi Þór Ingason, var í ágúst síðastliðnum ráðinn tímabundið til starfans og verður hann ekki á meðal umsækjenda samkvæmt samkomulagi sem gert var við ráðningu hans, að því er segir í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×