Íslensk fiskhausaþurrkun skapar störf í Nova Scotia 7. febrúar 2010 10:00 Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Chronicle Herald en um er að ræða íslenska eignarhaldsfélagið JHS Group Companies sem stofnað hefur JHS FishProducts Canada Inc. utan um þessa fiskhausaþurrkun. Fyrir rekur JHS Group fiskvinnslufyrirtækið JHS FishProducts Ltd. of England í Bretlandi. Helgi Már Stefánsson verður forstjóri JHS FishProducts Canada Inc. og hefur hann þegar flutt til Yarmoth frá Íslandi með fjölskyldu sína. Hann segir í samtali við Chronicle Herald að starfsemin hefjist í mars n.k. og að áætluð mánaðarvelta fyrirtækisins muni nema um 640.000 kanadadollurum eða rúmlega 80 milljónum kr. „Við munum skapa mikið af störfum á svæðinu með þessari starfsemi," segir Helgi Már. Fyrir utan fyrrgreint lán mun lánastofnunin Nova Scotia Business Inc. leggja fyrirtækinu til afslátt á launum og launatengdum gjöldum að hámarki 390.000 kanadadollurum á næstu fimm árum Það var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nova Scotia, Sterling Belliveau, sem greindi frá þessum fyrirætlunum nú fyrir helgina. „JHS FishProducts er skínandi dæmi um fyrirtæki sem notar skapandi nálgun til að draga úr úrgangi, byggja upp rekstur og skapa störf í héraði okkar. Við erum stolt af þessari samvinnu," segir ráðherrann. Fram kemur í fréttinni að þurrkaðir fiskhausar séu verðmæt og vinsæl vara í Afríku, einkum Nígeríu og í sumum Evrópulöndum. JHS FishProducts noti hráefni sem annars er hent í Norður-Ameríku og breyti því í þurrkaðar afurðir sem séu ríkar af omega-3 fitusýrum. Hráefnið eru þorsk- og ýsuhausar og er áætlað að um 60% af því komi frá Nova Scotia en afgangurinn verði fluttur inn. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Chronicle Herald en um er að ræða íslenska eignarhaldsfélagið JHS Group Companies sem stofnað hefur JHS FishProducts Canada Inc. utan um þessa fiskhausaþurrkun. Fyrir rekur JHS Group fiskvinnslufyrirtækið JHS FishProducts Ltd. of England í Bretlandi. Helgi Már Stefánsson verður forstjóri JHS FishProducts Canada Inc. og hefur hann þegar flutt til Yarmoth frá Íslandi með fjölskyldu sína. Hann segir í samtali við Chronicle Herald að starfsemin hefjist í mars n.k. og að áætluð mánaðarvelta fyrirtækisins muni nema um 640.000 kanadadollurum eða rúmlega 80 milljónum kr. „Við munum skapa mikið af störfum á svæðinu með þessari starfsemi," segir Helgi Már. Fyrir utan fyrrgreint lán mun lánastofnunin Nova Scotia Business Inc. leggja fyrirtækinu til afslátt á launum og launatengdum gjöldum að hámarki 390.000 kanadadollurum á næstu fimm árum Það var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nova Scotia, Sterling Belliveau, sem greindi frá þessum fyrirætlunum nú fyrir helgina. „JHS FishProducts er skínandi dæmi um fyrirtæki sem notar skapandi nálgun til að draga úr úrgangi, byggja upp rekstur og skapa störf í héraði okkar. Við erum stolt af þessari samvinnu," segir ráðherrann. Fram kemur í fréttinni að þurrkaðir fiskhausar séu verðmæt og vinsæl vara í Afríku, einkum Nígeríu og í sumum Evrópulöndum. JHS FishProducts noti hráefni sem annars er hent í Norður-Ameríku og breyti því í þurrkaðar afurðir sem séu ríkar af omega-3 fitusýrum. Hráefnið eru þorsk- og ýsuhausar og er áætlað að um 60% af því komi frá Nova Scotia en afgangurinn verði fluttur inn.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira