Viðskipti innlent

Kortaveltan jókst um 10% á fyrsta ársfjórðungi

Kreditkortavelta heimila jókst um 12,0% í janúar-mars í ár miðað við janúar-mars í fyrra.Debetkortavelta jókst um 8,3% á sama tíma.

Þetta kemur fram í hagvísum Hagstofunnar. Þar segir að samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar-mars 2010 um 10,2%.

Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis jókst um 23,8% en erlend greiðslukortavelta hérlendis dróst saman um 9,9% í janúar-mars 2010 miðað við sömu mánuði 2009.

Tölur um greiðslukortaveltu heimilanna hérlendis á tímabilinu júlí 2007-febrúar 2010 hafa verið endurskoðaðar og hefur sú endurskoðun leitt til hækkunar á þessum lið á umræddu 20 mánaða tímabili. Það gagnstæða á við um greiðslukortaveltu Íslendinga erlendis, endurskoðun þessi leiðir til þess að á tímabilinu júlí 2007-febrúar 2010 lækkar þessi liður veltunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×