Hagnaður Arion banka 12,8 milljarðar í fyrra 7. maí 2010 15:18 „Ársreikningurinn sýnir að bankinn er vel í stakk búinn að takast á við þær áskoranir sem eru framundan í efnahagslífi landsins." Afkoma Arion banka á árinu 2009 nam 12,8 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár var 16,7%. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand er enduruppbygging Arion banka vel á veg komin og byggist á sterkum efnahag, góðri lausafjárstöðu og traustri fjármögnun. Í tilkynningu segir að með yfirtöku Kaupskila á 87% hlut í Arion banka þann 8. janúar sl. styrktist eiginfjárstaða bankans enn frekar þar sem Kaupskil lagði bankanum til nýtt eigið fé ásamt því að ríkið veitti bankanum víkjandi lán. Við þetta fór eiginfjárhlutfall bankans úr 13,7% í lok árs 2009 í 16,4%. Fjármálaeftirlitið gerir nú kröfu um 16% eiginfjárhlutfall. Enginn arður verður greiddur til hluthafa bankans árið 2010 vegna hagnaðar á árinu 2009. Rekstrartekjur námu alls 49,6 milljörðum kr. á árinu. Hreinar vaxtatekjur námu 12,1 milljarða kr. Tekjur frá dótturfélögum sem bankinn hefur tímabundið tekið yfir eru 17,8 milljarðar kr. en þar á móti koma laun og rekstrarkostnaður þessara félaga samtals að fjárhæð 18,0 milljarðar kr. Gengishagnaður nam samtals 10,3 milljörðum kr. sem skýrist einkum af 7,6% veikingu íslensku krónunnar gagnvart gengisvísitölu Seðlabanka Íslands á árinu 2009 og neikvæðum gjaldeyrisjöfnuði bankans. Heildareignir námu 757,3 milljörðum kr. í lok árs 2009 samanborið við 641,2 milljarða kr. í lok árs 2008. Helstu breytingar á eignum bankans má rekja til endurgjalds vegna yfirtöku skuldbindinga vegna innlána SPRON og eigna og skulda Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrri hluta ársins 2009 ásamt veikingu íslensku krónunnar. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka segir um uppgjörið: „Ársreikningurinn sýnir að bankinn er vel í stakk búinn að takast á við þær áskoranir sem eru framundan í efnahagslífi landsins. Áhersla hefur verið lögð á að styrkja verkferla, verklagsreglur og innra eftirlit. Starfsfólk hefur lagt hart að sér við að leysa mörg vandasöm og flókin verkefni og það er ljóst að það er erfitt ár að baki bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini bankans. Afkoma bankans er ásættanleg og eiginfjárhlutfall samræmist kröfu Fjármálaeftirlitsins.“ Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Sjá meira
Afkoma Arion banka á árinu 2009 nam 12,8 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár var 16,7%. Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand er enduruppbygging Arion banka vel á veg komin og byggist á sterkum efnahag, góðri lausafjárstöðu og traustri fjármögnun. Í tilkynningu segir að með yfirtöku Kaupskila á 87% hlut í Arion banka þann 8. janúar sl. styrktist eiginfjárstaða bankans enn frekar þar sem Kaupskil lagði bankanum til nýtt eigið fé ásamt því að ríkið veitti bankanum víkjandi lán. Við þetta fór eiginfjárhlutfall bankans úr 13,7% í lok árs 2009 í 16,4%. Fjármálaeftirlitið gerir nú kröfu um 16% eiginfjárhlutfall. Enginn arður verður greiddur til hluthafa bankans árið 2010 vegna hagnaðar á árinu 2009. Rekstrartekjur námu alls 49,6 milljörðum kr. á árinu. Hreinar vaxtatekjur námu 12,1 milljarða kr. Tekjur frá dótturfélögum sem bankinn hefur tímabundið tekið yfir eru 17,8 milljarðar kr. en þar á móti koma laun og rekstrarkostnaður þessara félaga samtals að fjárhæð 18,0 milljarðar kr. Gengishagnaður nam samtals 10,3 milljörðum kr. sem skýrist einkum af 7,6% veikingu íslensku krónunnar gagnvart gengisvísitölu Seðlabanka Íslands á árinu 2009 og neikvæðum gjaldeyrisjöfnuði bankans. Heildareignir námu 757,3 milljörðum kr. í lok árs 2009 samanborið við 641,2 milljarða kr. í lok árs 2008. Helstu breytingar á eignum bankans má rekja til endurgjalds vegna yfirtöku skuldbindinga vegna innlána SPRON og eigna og skulda Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrri hluta ársins 2009 ásamt veikingu íslensku krónunnar. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka segir um uppgjörið: „Ársreikningurinn sýnir að bankinn er vel í stakk búinn að takast á við þær áskoranir sem eru framundan í efnahagslífi landsins. Áhersla hefur verið lögð á að styrkja verkferla, verklagsreglur og innra eftirlit. Starfsfólk hefur lagt hart að sér við að leysa mörg vandasöm og flókin verkefni og það er ljóst að það er erfitt ár að baki bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini bankans. Afkoma bankans er ásættanleg og eiginfjárhlutfall samræmist kröfu Fjármálaeftirlitsins.“
Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent