Viðskipti innlent

Sérfræðingur: Langt þar til Ísland losnar undan skuldaokinu

Danski bankasérfræðingurinn Jörn Astrup Hansen segir að íslenska bankakerfið sé enn í öndunarvél og það muni líða langur tími þar til Íslendingar losna undan því skuldaoki sem bankakerfið skóp þeim fyrir hrunið haustið 2008.

Þetta kemur fram í viðtali Jyllands Posten við Hansen en hann er sérfræðingur í íslenskum efnahagsmálum og hefur rannsakað bankahrunið. Hann skrifaði m.a. viðauka við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

„Það sem kom mér mest á óvart var stærðargráðan á viðskiptum bankanna við eigin hluthafa og viðskiptin sem bankarnir áttu við eigin starfsmenn," segir Hansen.

„Það er einnig furðulegt að sjá hvernig bankarnir fjármögnuðu aðaleigendur banka sem voru í samkeppni við þá. Þá kemur verulega á óvart hversu mikið af þessum lánum voru án nokkurra trygginga."

Fram kemur í máli Hansen að bankakreppan á Íslandi skildi þjóðina eftir með gríðarlegar skuldir. „Það mun líða langur tími þar til íslenska þjóðin losnar undan þessu skuldaoki, bæði með og án Icesave," segir Hansen.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×