Viðskipti innlent

Félag stofnað um Hverahlíðavirkjun

Hjörleifur B. Kvaran
Hjörleifur B. Kvaran

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir fjármálafyrirtæki tilbúin að koma að fjármögnun Hverahlíðarvirkjunar með svokallaðri verkefnafjármögnun.

Í svari til borgaryfirvalda um stöðu framkvæmda Orkuveitunnar og fjármögnun þeirra auk stöðu orkusölusamninga segir Hjörleifur að Evrópski fjárfestingarbankinn fjármagni helming Hverahlíðarvirkjunar. Óvissa sé um hinn helminginn. Vantar því um 15 milljarða. Hjörleifur segir að verði virkjunin ekki fjármögnuð með hefðbundnum hætti megi benda á að fjármálafyrirtæki hafi sýnt áhuga á að koma að fjármögnuninni í gegnum svokallaða verkefnafjármögnun.

„Ein leið slíkra fjármögnunar er lánataka með veði í tekjustraumi og/eða eignum verkefnisins. Til þess að þessi leið sé fær yrði að stofna sérstakt hlutafélag um virkjunina, þar sem Orkuveitunni er ekki heimilt að veita einum lántaka meiri rétt en öðrum,“ segir í skýringum forstjórans. Hann bendir jafnframt á að með þessari aðferð sé ekki þörf á sérstakri ábyrgð eigenda Orkuveitunnar á lánum vegna Hverahlíðarvirkjunar. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×