Viðskipti innlent

Staða bankastjóra Landsbankans auglýst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Staða bankastjóra Landsbankans verður auglýst. Mynd/ Pjetur.
Staða bankastjóra Landsbankans verður auglýst. Mynd/ Pjetur.
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að auglýsa starf bankastjóra laust til umsóknar nú um helgina. Ásmundur Stefánsson hefur gegnt starfinu frá því í mars 2009, en hefur áður tilkynnt að hann sæktist ekki eftir endurráðningu.

Í auglýsingu frá bankanum kemur fram að bankastjórinn þurfi að búa yfir ótvíræðum leiðtoga- og stjórnunarhæfileikum, hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði, fagmennsku og heiðarleika auk þess að hafa háskólamenntun og haldgóða reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Umsóknarfrestur er til 18. apríl.

Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins með 1150 manns í vinnu. Útibú og afgreiðslur bankans eru 37 um allt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×