Hagnaður Seðlabankans 500 milljónir í fyrra 26. mars 2010 08:19 Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður Seðlabanka Íslands í fyrra 500 milljónum króna. Á árinu 2008 varð hins vegar tæplega 184 milljarða króna tap á rekstri bankans fyrir endurheimtur frá ríkissjóði sem endurreistu eigið fé bankans. Þær endurheimtur námu 175 milljörðum króna og að teknu tilliti til þeirra varð endanlegt tap bankans 8,6 milljarðar króna. Þetta kom fram í ræðu Lára V. Júlíusdóttir, formanns bankaráðs Seðlabankans. Hún segir að þróun gengis krónunnar hefur áhrif á rekstur bankans vegna erlendra eigna sem jafnan eru meiri en gengisbundnar skuldir. „Þessi áhrif voru óvenju sterk árið 2008, en þá varð gengishagnaður nær 44 milljarðar króna vegna gengislækkunar krónunnar. Árið 2009 veiktist krónan aðeins lítillega, eða um 7% frá ársbyrjun til ársloka, og nam gengishagnaður ársins um 3 milljörðum króna. Að slepptum gengismun varð 2,5 milljarða króna tap af rekstri Seðlabankans á árinu," segir Lára. „Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um rúmlega 4 milljarða króna, sem má að stórum hluta rekja til lækkunar hreinna vaxtatekna af gjaldeyrisforða þar sem erlendir vextir af bankainnstæðum og verðbréfum hafa lækkað milli ára. Aðrar rekstrartekjur bankans hækka um rúman milljarð króna vegna verðendurmats á gulli. Rekstrargjöld lækkuðu milli ára, sem einkum skýrist af óvenju miklum kostnaði við sérfræðiráðgjöf vegna bankahrunsins á árinu 2008. Launakostnaður hækkaði um 9,7% á árinu sem skýrist meðal annars af fjölgun starfsmanna. Heildareignastaða bankans lækkaði lítillega á árinu en stendur þó enn í tæplega 1.200 milljörðum króna líkt og í árslok 2008. Í árslok 2009 námu erlendar eignir bankans um 41% af heildareignum. Í lok ársins á undan námu erlendar eignir bankans 47% af heildareignum. Erlendar eignir í gjaldeyrisforða hækkuðu á árinu um 56 milljarða króna. Raunaukning forðans var fjármögnuð með lántökum, annars vegar með láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nam 20,8 milljörðum króna og hins vegar láni frá Norðurlöndunum sem nam samtals 54,8 milljörðum króna. Erlendar skuldir lækkuðu á móti um 38 milljarða króna og skýrist sú lækkun aðallega af uppgreiðslu skiptasamninga við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sem námu 100 milljónum evra frá hverjum banka. Erlendar skuldir bankans voru 241 milljarður kr. í árslok 2008 en nema nú 204 milljörðum kr..... Loks hækkuðu innstæður ríkissjóðs hjá bankanum úr 403 milljörðum kr. í árslok 2008 í 446 milljarða kr. í árslok 2009. Þar munar mestu um gjaldeyrisreikninga ríkissjóðs hjá bankanum sem hækkuðu um 46,8 milljarða kr. Þessi hækkun skýrist af nýjum lántökum frá norrænum seðlabönkum í lok árs 2009. Eigið fé bankans nam 82,8 milljörðum kr. í árslok 2008 en var 82,3 milljarðar kr. í lok ársins á undan. Munurinn skýrist af hagnaði ársins." Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður Seðlabanka Íslands í fyrra 500 milljónum króna. Á árinu 2008 varð hins vegar tæplega 184 milljarða króna tap á rekstri bankans fyrir endurheimtur frá ríkissjóði sem endurreistu eigið fé bankans. Þær endurheimtur námu 175 milljörðum króna og að teknu tilliti til þeirra varð endanlegt tap bankans 8,6 milljarðar króna. Þetta kom fram í ræðu Lára V. Júlíusdóttir, formanns bankaráðs Seðlabankans. Hún segir að þróun gengis krónunnar hefur áhrif á rekstur bankans vegna erlendra eigna sem jafnan eru meiri en gengisbundnar skuldir. „Þessi áhrif voru óvenju sterk árið 2008, en þá varð gengishagnaður nær 44 milljarðar króna vegna gengislækkunar krónunnar. Árið 2009 veiktist krónan aðeins lítillega, eða um 7% frá ársbyrjun til ársloka, og nam gengishagnaður ársins um 3 milljörðum króna. Að slepptum gengismun varð 2,5 milljarða króna tap af rekstri Seðlabankans á árinu," segir Lára. „Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um rúmlega 4 milljarða króna, sem má að stórum hluta rekja til lækkunar hreinna vaxtatekna af gjaldeyrisforða þar sem erlendir vextir af bankainnstæðum og verðbréfum hafa lækkað milli ára. Aðrar rekstrartekjur bankans hækka um rúman milljarð króna vegna verðendurmats á gulli. Rekstrargjöld lækkuðu milli ára, sem einkum skýrist af óvenju miklum kostnaði við sérfræðiráðgjöf vegna bankahrunsins á árinu 2008. Launakostnaður hækkaði um 9,7% á árinu sem skýrist meðal annars af fjölgun starfsmanna. Heildareignastaða bankans lækkaði lítillega á árinu en stendur þó enn í tæplega 1.200 milljörðum króna líkt og í árslok 2008. Í árslok 2009 námu erlendar eignir bankans um 41% af heildareignum. Í lok ársins á undan námu erlendar eignir bankans 47% af heildareignum. Erlendar eignir í gjaldeyrisforða hækkuðu á árinu um 56 milljarða króna. Raunaukning forðans var fjármögnuð með lántökum, annars vegar með láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nam 20,8 milljörðum króna og hins vegar láni frá Norðurlöndunum sem nam samtals 54,8 milljörðum króna. Erlendar skuldir lækkuðu á móti um 38 milljarða króna og skýrist sú lækkun aðallega af uppgreiðslu skiptasamninga við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sem námu 100 milljónum evra frá hverjum banka. Erlendar skuldir bankans voru 241 milljarður kr. í árslok 2008 en nema nú 204 milljörðum kr..... Loks hækkuðu innstæður ríkissjóðs hjá bankanum úr 403 milljörðum kr. í árslok 2008 í 446 milljarða kr. í árslok 2009. Þar munar mestu um gjaldeyrisreikninga ríkissjóðs hjá bankanum sem hækkuðu um 46,8 milljarða kr. Þessi hækkun skýrist af nýjum lántökum frá norrænum seðlabönkum í lok árs 2009. Eigið fé bankans nam 82,8 milljörðum kr. í árslok 2008 en var 82,3 milljarðar kr. í lok ársins á undan. Munurinn skýrist af hagnaði ársins."
Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira