Viðskipti innlent

Milljarða skuld Ármanns afskrifuð

Afskrifa þarf líklega um fjögurra milljarða króna skuld félags í eigu Ármanns Þorvaldssonar, fyrrverandi forstjóra Singer & Friedlander. Félagið hélt utan um eign Ármanns í Kaupþingi og eru eignir þess nú metnar á núll krónur.

Ármann Þorvaldsson var áberandi í íslensku viðskiptalífi og einn af æðstu stjórnendum Kaupþings. Hann stýrði Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi og gerði sig líka gildandi á bókamarkaðnum með Ævintýraeyjuna sína eða Frozen assets.

Í ársreikningi eignarhaldsfélags sem hélt utan um hlutabréfaeign Ármanns í Kaupþingi kemur fram að félagið skuldaði tæpa þrjá milljarða króna í lok árs 2007. Eignarhlutur félagsins í Kaupþingi nam þá rúmum þremur milljörðum og voru bréfin veðsett fyrir skuldunum. Skuldirnar hafa hækkað töluvert frá því að ársreikningurinn var gefinn út og eru lánin komin yfir fjóra milljarða í dag. Eignir félagsins voru hlutabréf í Kaupþingi. Þau eru einskis virði í dag og því ljóst að ekkert fæst upp í skuldirnar sem átti á greiða á þessu ári og því næsta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×