Viðskipti innlent

Vísitölur GAMMA hækkuðu mikið í ágúst

Skuldabréfavísitölur GAMMA hækkuðu mikið í ágúst og hefur mánaðarhækkun ekki verið meiri frá maí 2009. GBI vísitalan hækkaði um 5,04%. GAMMAxi óverðtryggð vísitala hækkaði um 5,59% en GAMMAi, verðtryggt, hækkaði um 3,64%. GBI vísitalan hefur hækkað um 14,85% það sem af er ári.

Í tilkynningu frá GAMMA segir að hlutfall verðtryggðra bréfa hafi aukist lítillega og er nú 72,50% auk þess sem nýtt ríkisbréf, RB12 0824 bættist í vísitöluna.

Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA: GBI hækkaði um 84 milljarða og er nú 1.315 milljarðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×