Viðskipti innlent

Kaupþing auglýsir eftir fulltrúum í kröfuhafanefnd

Skilanefnd Kaupþings hefur auglýst eftir fulltrúum í nýja kröfuhafanefnd. Á heimsíðu skilanefndar segir að áhugasamir geti haft samband við nefndin fyrir 20. febrúar n.k.

Ætlunin er að hin nýja kröfuhafanefnd verði fullskipuð fyrir lok mánaðarins. Sú kröfuhafanefnd sem hingað til hefur starfað er óformleg en hún var sett saman í október árið 2008.

Fram kemur á heimasíðu nefndarinnar að frá því að hin óformlega kröfuhafanefnd var sett á laggirnar hafi orðið umtalsverðar breytingar á kröfuhafahóp Kaupþings. Þetta hafi komið í ljós í lok síðasta árs þegar kröfuhafalistinn var lagður fram.

Skilanefndin telur í ljósi þessara breytinga að nauðsynlegt sé að endurskipa kröfuhafanefndina. Hana munu 3-6 einstaklingar skipa, einstaklingar sem eru fulltrúar stórra kröfuhafa eða hóps kröfuhafa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×