Viðskipti innlent

Hlutabréf í Toyota hrynja í verði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Toyota. Mynd/ Valgarður.
Toyota. Mynd/ Valgarður.
Hlutabréf í Toyota hafa fallið gríðarlega á hlutabréfamarkaðnum í Tokyo og hafa ekki verið lægri í tíu mánuði. Ástæðan er rakin til mikilla umræðna um öryggi Toyota bifreiðanna.

Toyota verksmiðjurnar hafa innkallað um 8 milljónir bíla víðsvegar um heiminn vegna bilunar í bensíngjöf í sjö undirtegundum Toyota. Einnig er verið að rannsaka fréttir af bilun í bremsum á Prius vetnisbílum.

Því hefur verið spáð að Toyota geti orðið af 2 milljörðum bandaríkjadala í tekjur vegna minni sölu og viðberða á bifreiðunum. Þessi upphæð samsvarar um 250 milljörðum íslenskra króna.

Ray LaHood, samgönguráðherra Bandaríkjanna, sagði á nefndarfundi í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær að fólk ætti að hætta að aka Toyota bifreiðum. Hann dró síðar ummæli sín til baka og sagðist hafa átt við að ef fólk væri hugsi yfir bifreið sinni ætti það að fara með hana samstundis í eftirlit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×