Úrræði og lausnir 4. febrúar 2010 00:01 Nú líður varla sá dagur að ekki sé stungið upp á einhverjum úrræðum og lausnum, enda ekki vanþörf á. Atvinnuleysi, skuldasúpur, þunglyndi og slen – úff úff og bú hú. Ég skelli skollaeyrum við þessu tali enda hef ég í heiðri Geðorð Lýðheilsustofnunar og þá sérstaklega sjötta geðorðið: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. Ef mál snerta mig og naflann á mér ekki sérstaklega sé ég enga ástæðu til að flækja líf mitt með því að setja mig inn í þau. Þetta er hrikalega óábyrg afstaða og ég ætti að skammast mín. Ég hef bara einu sinni lent á spítala. Það var þegar tveggja metra klæðskiptingur ökklabraut mig á sýningarpalli. Mér var nær að vera svona fullur. Löggan var fruntaleg við mig þegar hún dröslaði mér upp á spítala en eftir það naut ég eintómrar góðvildar ríkisstarfsmanna. Það var lítið gaman að vera heima með gifs. Þetta var í gamla daga og ég stofnaði spjallhópinn „Í gifsi/in a plaster“ á Irkinu. Ég hélt ég myndi eiga í líflegu spjalli við annað fólk í gifsi um hvernig best væri að klóra sér undir gifsinu og annað sem viðkemur gifsi. Það tengdist aldrei neinn í grúppuna og sem betur fer leið tíminn og ég losnaði við gifsið. Svona er þetta. Fólki sem hefur lent í slysi finnst gaman að tala um það en engum finnst gaman að hlusta. Svo lagast yfirleitt flest á endanum. Ein frábærasta tillaga sem ég hef heyrt lengi var hér í blaðinu á þriðjudaginn. Áhugahópur um rétta klukku vill seinka klukkunni enda er hún vitlaus skráð. Klukkan ætti í raun að vera einum og hálfum tíma seinni. Við erum að rífa okkur upp um hánótt í algjöru rugli. Ég tengdi umsvifalaust við þetta enda er maður alltaf drulluþreyttur á morgnana, allt út af því að klukkan er vitlaus. Þetta er svo brilljant lausn að Klukkumálaráðuneytið hlýtur að vera að hlusta. Þegar klukkan verður orðin rétt má gera álíka leiðréttingar víðar. Allar vigtir á landinu mæla tíu kílóum of mikið. Væru vigtir stilltar rétt mætti komast hjá endalausu átaki tuga þúsunda Íslendinga. Flestir landsmenn eru með helmingi of lítið í laun til að mæta mánaðarlegu skuldasúpunni. Það er því annaðhvort að hækka launin eða láta súpuna hverfa. Hamingjustuðullinn myndi snarhækka við þessar einföldu lausnir. Íslendingar yrðu á einu augabragði aftur hamingjusamasta þjóð í heimi. Og kannski sú óspilltasta líka! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Nú líður varla sá dagur að ekki sé stungið upp á einhverjum úrræðum og lausnum, enda ekki vanþörf á. Atvinnuleysi, skuldasúpur, þunglyndi og slen – úff úff og bú hú. Ég skelli skollaeyrum við þessu tali enda hef ég í heiðri Geðorð Lýðheilsustofnunar og þá sérstaklega sjötta geðorðið: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. Ef mál snerta mig og naflann á mér ekki sérstaklega sé ég enga ástæðu til að flækja líf mitt með því að setja mig inn í þau. Þetta er hrikalega óábyrg afstaða og ég ætti að skammast mín. Ég hef bara einu sinni lent á spítala. Það var þegar tveggja metra klæðskiptingur ökklabraut mig á sýningarpalli. Mér var nær að vera svona fullur. Löggan var fruntaleg við mig þegar hún dröslaði mér upp á spítala en eftir það naut ég eintómrar góðvildar ríkisstarfsmanna. Það var lítið gaman að vera heima með gifs. Þetta var í gamla daga og ég stofnaði spjallhópinn „Í gifsi/in a plaster“ á Irkinu. Ég hélt ég myndi eiga í líflegu spjalli við annað fólk í gifsi um hvernig best væri að klóra sér undir gifsinu og annað sem viðkemur gifsi. Það tengdist aldrei neinn í grúppuna og sem betur fer leið tíminn og ég losnaði við gifsið. Svona er þetta. Fólki sem hefur lent í slysi finnst gaman að tala um það en engum finnst gaman að hlusta. Svo lagast yfirleitt flest á endanum. Ein frábærasta tillaga sem ég hef heyrt lengi var hér í blaðinu á þriðjudaginn. Áhugahópur um rétta klukku vill seinka klukkunni enda er hún vitlaus skráð. Klukkan ætti í raun að vera einum og hálfum tíma seinni. Við erum að rífa okkur upp um hánótt í algjöru rugli. Ég tengdi umsvifalaust við þetta enda er maður alltaf drulluþreyttur á morgnana, allt út af því að klukkan er vitlaus. Þetta er svo brilljant lausn að Klukkumálaráðuneytið hlýtur að vera að hlusta. Þegar klukkan verður orðin rétt má gera álíka leiðréttingar víðar. Allar vigtir á landinu mæla tíu kílóum of mikið. Væru vigtir stilltar rétt mætti komast hjá endalausu átaki tuga þúsunda Íslendinga. Flestir landsmenn eru með helmingi of lítið í laun til að mæta mánaðarlegu skuldasúpunni. Það er því annaðhvort að hækka launin eða láta súpuna hverfa. Hamingjustuðullinn myndi snarhækka við þessar einföldu lausnir. Íslendingar yrðu á einu augabragði aftur hamingjusamasta þjóð í heimi. Og kannski sú óspilltasta líka!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun