Hannover-Burgdorf gerði jafntefli við Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 30-30.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir Hannover-Burgdorf, Vignir Svavarsson fimm og Hannes Jón Jónsson tvö.
Þjálfari Hannover-Burgdorf er Aron Kristjánsson en liðið er í fimmtánda sæti deildarinnar með fimm stig eftir tíu leiki.