Viðskipti innlent

Hægt að skoða alla reikninga í Meniga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslandsbanki. Mynd/ Vilhelm.
Íslandsbanki. Mynd/ Vilhelm.
Viðskiptavinir Íslandsbanka sem nota fjármálavefinn Meniga geta nú flutt upplýsingar og færslur af reikningum og kortum allra íslenskra sparisjóða og banka inn í Meniga og öðlast þannig heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins.

Meniga er vefur sem er sérhannaður til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálunum og nýta fjármuni sína sem best. Notendur Meniga eru í dag um 7000 talsins en vefurinn hefur verið starfræktur í um 3 mánuði. Vefurinn er þróaður í nánu samstarfi Meniga og Íslandsbanka og hefur samstarfið tryggt góða virkni og stöðugar endurbætur á viðmóti og valmöguleikum í kerfinu, segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×