Viðskipti innlent

Ísland áfram í gíslingu AGS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dominique Strauss-Kahn er hér til vinstri á myndinni.
Dominique Strauss-Kahn er hér til vinstri á myndinni.
Mögulegt er að ekki sé stuðningur við það innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fari fram án þess að búið sé að leysa Icesave málið. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í samtali við Bloomberg fréttastofuna.

Gert var ráð fyrir að önnur endurskoðun efnahagsáælunarinnar færi frma í janúar. Þetta hefur hins vegar tafist vegna deilunnar um Icesave. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fóru til fundar við Strauss-Kahn í síðustu viku. Þeir komu heim til Íslands vongóðir um að endurskoðunin gæti farið fram í apríl.

„Ég hef alltaf sagt að Icesave sé ekki úrlausnarefni fyrir AGS, en við þurfum að hafa meirihluta í stjórninni," segir Strauss-Kahn. Hann segir að ef Icesave málið leysist verði örugglega meirihluti. Ef Icesave málið leysist ekki sé hins vegar óvíst hvort það verði meirihluti í stjórninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×